Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
16% minni afli en á síðasta ári en verð hærra
Fréttir 25. ágúst 2017

16% minni afli en á síðasta ári en verð hærra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alls stunduðu 250 bátar grásleppuveiðar á nýlokinni grásleppuvertíð. Heildaraflinn í ár var 4.542 tonn sem er 16% minni afli en á vertíðinni í fyrra.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Bændablaðið að vertíðin í ár hafi staðið frá 20. mars til 14. ágúst og að veiðidagar í ár hafi verið óvenju margir.

„Landinu er skipt í átta veiðisvæði og hafði hver bátur leyfi til að stunda veiði í 46 daga samfellt á sínu svæði en undanfarin ár hafa þeir verið 32.“

Veiði undir meðallagi

Að sögn Arnar var veiði á vertíðinni misjöfn eftir svæðum. „Víða var hún léleg, og þegar á heildina er litið er veiðin nokkuð undir meðaltali.

Langmestu var landað í Stykkishólmi, 919 tonnum. Næstmest var landað á Bakkafirði, 294 tonn, og á Drangsnesi 290 tonn sem er tæpur helmingur þess sem var á vertíðinni í fyrra.“

Verð hærra en í fyrra

Örn segir að Landssamband smábátaeigenda hafi ávallt brýnt fyrir grásleppukörlum að veiða ekki umfram það sem þeir hafa markað fyrir, þannig að komið verði í veg fyrir offramboð.

„Á síðasta ári var veiði undir eftirspurn og skilaði það verðhækkun. Sú verðhækkun hefur gengið eftir á helstu mörkuðum fyrir grásleppukavíar. Grásleppan er ein fárra fisktegunda sem skilar hærra verði til sjómanna í ár en í fyrra.“

Skylt efni: Grásleppa | smábátaveiðar | afli

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...