Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
16% minni afli en á síðasta ári en verð hærra
Fréttir 25. ágúst 2017

16% minni afli en á síðasta ári en verð hærra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alls stunduðu 250 bátar grásleppuveiðar á nýlokinni grásleppuvertíð. Heildaraflinn í ár var 4.542 tonn sem er 16% minni afli en á vertíðinni í fyrra.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Bændablaðið að vertíðin í ár hafi staðið frá 20. mars til 14. ágúst og að veiðidagar í ár hafi verið óvenju margir.

„Landinu er skipt í átta veiðisvæði og hafði hver bátur leyfi til að stunda veiði í 46 daga samfellt á sínu svæði en undanfarin ár hafa þeir verið 32.“

Veiði undir meðallagi

Að sögn Arnar var veiði á vertíðinni misjöfn eftir svæðum. „Víða var hún léleg, og þegar á heildina er litið er veiðin nokkuð undir meðaltali.

Langmestu var landað í Stykkishólmi, 919 tonnum. Næstmest var landað á Bakkafirði, 294 tonn, og á Drangsnesi 290 tonn sem er tæpur helmingur þess sem var á vertíðinni í fyrra.“

Verð hærra en í fyrra

Örn segir að Landssamband smábátaeigenda hafi ávallt brýnt fyrir grásleppukörlum að veiða ekki umfram það sem þeir hafa markað fyrir, þannig að komið verði í veg fyrir offramboð.

„Á síðasta ári var veiði undir eftirspurn og skilaði það verðhækkun. Sú verðhækkun hefur gengið eftir á helstu mörkuðum fyrir grásleppukavíar. Grásleppan er ein fárra fisktegunda sem skilar hærra verði til sjómanna í ár en í fyrra.“

Skylt efni: Grásleppa | smábátaveiðar | afli

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...