Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
105 umsóknir bárust um fjárfestingarstuðning vegna framkvæmda í nautgriparækt 2020
Fréttir 27. maí 2020

105 umsóknir bárust um fjárfestingarstuðning vegna framkvæmda í nautgriparækt 2020

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Atvinnuvega- og ný­sköpun­ar­­ráðuneytið fékk 105 umsóknir  um fjárfestingarstuðning í nautgriparækt vegna fram­kvæmda á árinu 2020 í samræmi við reglugerð um stuðning í nautgriparækt. Af þeim voru 44 nýjar umsóknir og 61 framhaldsumsókn fyrir fram­kvæmdum sem hófust 2018 eða 2019. 
 
Heildarkostnaður við framkvæmdir nautgripabænda sem veittur er stuðningur fyrir á árinu 2020 er um 4,4 milljarðar króna. Til úthlutunar eru kr. 210.711.784 samkvæmt fjárlögum ársins. Styrkhlutfall reiknast því um 4,7% af heildarkostnaði sem er heldur hærra en síðasta ár. Hæsti áætlaði styrkur er kr. 10.330.146 en lægsti styrkur kr. 52.389. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Fjárfestingarstuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa nr. 1065/2014. Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og kom fyrst til úthlutunar árið 2017 með innleiðingu nýrra búvörusamninga.  Umsækjendur geta nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl þar sem stendur bréf. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...