Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
„Hræsni“ í rökum talsmanna um óheftan innflutning
Fréttir 8. desember 2016

„Hræsni“ í rökum talsmanna um óheftan innflutning

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun telur litlar líkur á að fuglaflensan berist hingað til lands. Þar ræður árstíminn og strangar reglur um innflutning á lifandi fuglum þyngst. Málið er samt áhugavert í öðru samhengi.

Í ljósi þess að hugsanlega megi eiga von á fuglaflensufaraldri í nágrannalöndum okkar er áhugavert að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fyrir skömmu dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrirtæki skaðabætur vegna hindrana á innflutningi á fersku kjöti.

Fagna dómsniðurstöðu

Samtök verslunar og þjónustu hafa í tilkynningu fagnað niðurstöðu dómsins enda sé það staðföst trú þeirra að núverandi innflutningsbann á fersku kjöti frá aðildarríkjum EES-samningsins gangi gegn ákvæðum samningsins og samningsskuldbindingum íslenska ríkisins líkt og ESA og EFTA-dómstóllinn.

Þess er krafist að innflutningur á fersku kjöti, sem unninn er í samræmi við samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöf.

EFTA-dómstóllinn hafði áður dæmt að þessar hindranir samræmdust ekki EES-samningnum.

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lýst því yfir að Alþingi eigi að koma tafarlaust saman og aflétta öllum höftum á innflutningi á hráu kjöti til landsins.

Hræsni í rökum talsmanna um óheftan innflutning

Úrskurður héraðsdóms kom sama dag og helgaður var aukinni vitund heilbrigðisstarfsmanna um sýklalyfjaónæmi  af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Vilhjálmur Ari Arason, sérfræðingur í sýklalyfjanotkun barna og útbreiðslusýklaónæmra baktería, sagði í samtalið við Bændablaðið fyrr á þessu ári: „Að mínu mati felst mikil hræsni í því þegar menn tala á móti þeim aðferðum sem við höfum til að halda hættu á sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería niðri og vísa í máli sínu til hags neytenda. Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðisstafsfólks sem glöggt þekkja til málsins. Sumir nefna að við komumst auðveldlega í snertingu við þessar bakteríur erlendis, sem er satt. En þar borðum við yfirleitt bakteríurnar og drepum þær þannig eða þvoum þær af okkur jafnóðum. Þótt vissulega sé hætta í einhverjum tilvikum á að bakteríurnar berist með okkur eða erlendu ferðafólki til landsins.

Hrátt kjöt getur hins vegar borið mikið magn baktería á yfirborði sínu sem auðveldlega getur borist í líkamsflóruna okkar úr því.“

Erum að taka rosalega áhættu

„Samkvæmt lýðheilsu­sjónar­miðum erum við að minnsta kosti að taka rosalega áhættu með því að flytja kjöt óhindrað til landsins. Kjöti sem gæti verið í allt að þriðjungi tilfella smitað af algengum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum eins og svokölluðum klasakokkum sem varla finnast ennþá hér á landi,“ sagði Vilhjálmur Ari Arason.

Skylt efni: fuglaflensa | innflutningur

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.