Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá Handverkshátíð í Eyjafirði 2016.
Frá Handverkshátíð í Eyjafirði 2016.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 20. apríl 2018

„Hátíðin er stökkpallur fyrir handverksfólk“

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Handverkshátíðin í Eyjafjarðar­sveit er ein af gamalgrónustu og fjölsóttustu sumarhátíðum landsins og verður hún haldin í 26. sinn dagana 9.–12. ágúst næstkomandi. 
 
Eitt af því sem skapar þessum viðburði sérstöðu er mikil þátttaka fólks í félagasamtökum í Eyjafjarðarsveit í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar og leggja þar allir aldurshópar hönd á plóg; hvort heldur er í veitingasölu, uppsetningu og frágangi sýningarbúnaðar, miðasölu eða öðru því sem leysa þarf til að hátíðin takist sem best.
 
Í aðalsýningarsal Handverkshátíðarinnar á kom­andi sumri verður gerð breyting á fyrirkomulagi sýningarkerfisins sem bæði eykur rými fyrir ­gesti og býður fleiri möguleika í framsetningu fyrir sýnendur. 
 
Stökkpallur fyrir handverksfólk
 
„Við leggjum okkur alltaf fram um að þróa viðburðinn í takt við tíðarandann og þarfir sýnenda og gesta hverju sinni,“ segir Dóróthea Jónsdóttir, sem sæti á í sýningingarstjórn Handverkshátíðarinnar en að baki sýningunni stendur sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit. 
 
„Markmiðið með sýningunni er að laða til okkar sýnendur með fjölbreytt handverk, sýna gestum þá miklu grósku, metnað og fagmennsku sem er í íslensku handverki og hvernig það þróast á hverjum tíma. Þetta tel ég að hafi tekist vel á þessum aldarfjórðungi sem Handverkshátíðin hefur verið haldin og ég er ekki í vafa um að hátíðin er og hefur verið stökkpallur fyrir handverksfólk. Það er líka mjög gleðilegt að sjá hversu víða af landinu handverksfólk kemur til að sýna og selja sitt handverk á hátíðinni og þannig má fullyrða að Handverkshátíðin er í sjálfu sér mikið og gott framlag til atvinnunýsköpunar víða um land,“ segir Dóróthea. 
 
Enn fleiri möguleikar fyrir sýnendur
 
Í aðalsýningarsal Handverks­hátíðarinnar á komandi sumri verður gerð breyting á fyrirkomulagi sýningarkerfisins sem bæði eykur rými fyrir gesti og býður fleiri möguleika í framsetningu fyrir sýnendur. 
 
„Vegna fjölda gesta sem heimsækja sýninguna þá hafa þeir sem framleiða fáa muni ekki séð hag í því að koma en núna er kominn vettvangur fyrir þá til þátttöku. Við hyggjumst bjóða upp á sýningarsvæði fyrir þá sem vilja jafnvel koma með örfáa muni, sýna og taka við pöntunum. Þar með er líka hægt að koma með ferska strauma og kanna áhuga kaupenda. Við höfum í röðum sýnenda þaulvana aðila sem hafa mikið vöruúrval og mikinn lager fyrir sína sölu en viljum líka ná til þeirra sem vilja sýna sitt handverk og taka niður pantanir. Líkt og á öðrum sviðum hefur margt handverksfólk tekið vefverslanir í sína þjónustu og þá er Handverkshátíðin tilvalin kynningarvettvangur,“ segir Dóróthea og bendir einnig á þann mikilvæga þátt sýningarinnar sem felst í tengslamyndun innan sýnendahópsins. 
 
Umsóknarfresti að ljúka
 
Líkt og áður verður bænda­markaður opinn á sýningarsvæði Handverkshátíðarinnar, veitingasala, kvöldvaka á sínum stað með skemmtilegri dagskrá og margt annað sem gleður augu, eyru og maga! 
Umsóknarfrestur um þátttöku í sýningunni stendur til 15. apríl næstkomandi og er hægt að sækja um á heimasíðu hennar, handverkshatid.is. Dóróthea segirst eiga von á góðri þátttöku sem fyrr. 
„Handverkshátíðin er í hugum margra viðburður sem þeir láta alls ekki framhjá sér fara,“ segir hún. 
Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...