Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýr formaður Beint frá býli hvetur bændur til að kynna sér hvað félagið geti gert fyrir þá
Fólk 19. maí 2021

Nýr formaður Beint frá býli hvetur bændur til að kynna sér hvað félagið geti gert fyrir þá

Höfundur: smh

Beint frá býli (BFB) – Félag heimavinnsluaðila – hélt aðalfund sinn fyrir starfsárið 2020 þann 11. apríl, með fjarfundarfyrirkomulagi. Ný stjórn tók við félaginu eftir framhaldsaðalfund fyrir árið 2019 sem haldinn var í janúar síðastliðnum. Hanna S. Kjartansdóttir á Leirulæk er formaður, en hún selur nautakjöt beint frá býli undir merkjum Mýranauts.

Með Hönnu í stjórn eru þau Arnheiður Hjörleifsdóttir, Bjarteyjarsandi, varaformaður, Guðmundur Jón Guðmundsson, Holtsseli, er gjaldkeri, Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, Gríms­stöðum, er ritari og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, Háafelli, er meðstjórnandi.

BFB var stofnað árið 2008 og hefur verið aðildarfélag að Bændasamtökum Íslands frá 2018 þegar það sótti um aðild á Búnaðarþingi. Félagar í Beint frá býli eru að sögn Hönnu á bilinu 60 til 70 í dag.

Félagskerfi bænda ekki til umfjöllunar

Stefnt er að sameiningu búgreinafélaganna og Bænda­samtaka Íslands um mitt sumar. Í skipuriti fyrir nýtt félagskerfi Bændasamtaka Íslands er gert ráð fyrir að þau aðildarfélög sem gangi þvert á búgreinar, BFB, Samtök ungra bænda og VOR – framleiðendur í lífrænum búskap, verði með skilgreind hlutverk sem aðildarfélög og kjósi sér hvert sinn Búnaðarþingsfulltrúa. Að sögn Hönnu var ekki fjallað um fyrirhugaða breytingu á félagskerfi bænda á aðalfundinum. Hún segir að ný stjórn vilji kynna sér málin betur áður en þau verði lögð fyrir félagsmenn.  

Kynning Á REKO
Hanna S. Kjartansdóttir formaður Beint frá býli.

Að sögn Hönnu voru tvö fróðleg erindi flutt á fundinum. „Annars vegar var um að ræða kynningu frá Arnheiði Hjörleifsdóttur á starfsemi Reko. Reko er ört stækkandi söluvettvangur beint frá býli bænda, og góð viðbót þar sem  framleiðendur koma sínum vörum milliliðalaust til neytenda. Reko viðburðir hafa verið haldnir í flestum landshlutum og hafa félagsmenn Beint frá býli verið reglulegir þátttakendur á þeim og lýsa allir ánægju sinni með það söluumhverfi sem Reko hefur skapað hér á landi.

Hins vegar talaði Mattías Sævar Lýðsson á Húsavík á Ströndum fyrir hönd aðgerðahóps bænda um heimaslátrun og sagði frá niðurstöðum sem fengust úr verkefni um heimaslátrun í haust. Frumvarp sem heimilar heimaslátrun er í vinnslu og hefur landbúnaðarráðherra lýst yfir stuðningi sínum við verkefnið. Ef heimaslátrun verður leyfð er ljóst að það verður mikil bylting fyrir þá bændur sem hafa aðstöðu til þess heima við, og sjá fram á að geta fært neytendum sínum enn betri vöru en hingað til.“

Vefurinn gerður aðgengilegri og skilvirkari

Hanna segir að nýlega hafi vefur félagsins verið uppfærður. Nú séu komnir nýir leitarmöguleikar með gagnvirku landakorti sem gerir neytendum auðveldara að rata til bænda. „Þá hafa möguleikarnir til að finna ákveðnar vörur verið stórbættir, nú er til dæmis hægt að leita að hryggjum, lærisneiðum, mjólkurvörum eða rabarbara, ekki þarf að senda fyrirspurn á alla sem selja vöruflokkinn eins og var, heldur velur notandinn bara þá vöru sem hann vill versla og þeir sem selja hana fá fyrirspurnina. En til að þetta virki eins og það á að gera þurfa bændurnir að vera duglegir að tengja þær vörur sem þeir bjóða upp á við bæinn sinn.

Félagið fékk Beit ehf. til að taka upp efni og gera kynningarmyndband um fjölbreytta starfsemi BFB, sem þegar er komið í dreifingu við góðar undirtektir. Félagið á efni í fleiri myndbönd sem er verið að leggja lokahönd á og fara þau vonandi í dreifingu í sumar.“

Markmiðið að tryggja neytendum gæðavörur

Hanna segist vilja nota tækifærið og minna á gildi Beint frá býli eins og þau birtast í annarri grein samþykkta: „Tilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu, einnig vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers konar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum. Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð öllum neytendum til heilla og hagsbóta.“

Hún hvetur neytendur til að kynna sér það vöruúrval sem Beint frá býli bændur hafa upp á að bjóða og hvað frumframleiðendur geta gert fyrir neytendur til að fullnægja þeim kröfum sem þeir hafa til vörunnar. „Með auknum innflutningi á ferskum afurðum hefur aldrei verið mikilvægara að bændur og neytendur standi saman svo hægt sé að standa vörð um þá hreinu afurð sem framleidd er hér á landi.

Enn er pláss fyrir fleiri félaga og hvetur Beint frá býli áhugasama um að kynna sér hvað félagið geti gert fyrir þig,“ segir Hanna S. Kjartansdóttir á Leirulæk.

Skylt efni: beint frá býli

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Fólk 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Fólk 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Fólk 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Fólk 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Fólk 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Fólk 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Fólk 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Fólk 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...