Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Menning 18. september 2023

Sumarið á Minjasafninu á Bustarfelli

„Sumarið er tíminn“ segir í ljóðinu. Það á við um Minjasafnið á Bustarfelli sem einungis er opið yfir sumarmánuðina.

Starfsemi sumarsins sem er að líða var hefðbundin; opið alla daga vikunnar og boðið upp á leiðsögn um gamla bæinn.

Í byrjun júlí var „Bustarfellsdagurinn“ haldinn hátíðlegur í 31. sinn. Þá lifnar bærinn við þegar fólk gengur í gömlu störfin. Þessi viðburður var hápunktur sumarsins, sem leið hratt með góðu starfsfólki á öllum aldri.

Fastasýning safnsins tekur alltaf einhverjum smábreytingum frá ári til árs og öðrum sýningum er skipt út reglulega. Þjónustuhús Bustarfells heitir „Hjáleigan“. Þar er einnig lítið kaffihús sem býður upp á úrvals bakkelsi, gott kaffi og listaverk á veggjum. Í sumar sýndi listakonan Sigrún Lara Shanko verk sín er bera titilinn „Landslag í draumi“. Við hlið gamla bæjarins er lítið dýragerði þar sem gestir hafa gaman af því að staldra við og klappa dýrunum.

Að sögn gesta sem skrifa svo fallegar umsagnir í gestabókina er Minjasafnið á Bustarfelli „dásamlegt“, kaffihúsið „frábært“ og að „friðsæld ríki í fögrum dal“.

Velkomin í heimsókn næsta sumar!

Skylt efni: söfnin í landinu

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...