Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Söfnum söfnum í sumar
Menning 21. júní 2023

Söfnum söfnum í sumar

Höfundur: Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS.

Nú er sumarið að koma og eflaust mörg sem ætla sér að njóta þess að vera í sumarfríi og ferðast um landið, heimsækja vini og ættingja eða skoða nýjar slóðir. Þegar ferðast er um landið má víða finna spennandi söfn, setur og sýningar, sem höfða vel til ólíkra hópa og fólks á öllum aldri.

Höfundur, prúðbúinn á Árbæjarsafni.

Söfnin í landinu eru auðvitað gífurlega fjölbreytt. Minja- og byggðasöfn má finna víða, auk lista- og náttúrugripasafna og margvíslegra sýninga. Sjálf hef ég reynt að vera dugleg að heimsækja söfn, bæði þau söfn, gömul og ný, sem ég hef ekki skoðað áður og svo er ég fastagestur á öðrum. Mörg söfnin eru síbreytileg og þar eru reglulegar settar upp nýjar og spennandi sýningar. Auk þess finnst mér að þó ég sé að skoða sama safnið kannski í tíunda skiptið, sé ég alltaf að rekast á eitthvað sem ég hef ekki tekið eftir áður, alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég hef líka alltaf verið safnari sjálf og safnað furðulegustu hlutum yfir ævina. Sem barn átti ég gríðarstórt sælgætissafn og svo safnaði ég um tíma töppum af gosflöskum. Ég eyddi svo löngum tíma í að telja og flokka bæði nammi og tappa.

Þegar ég eltist og flutti að heiman hafði ég svo ekki lengur pláss fyrir allt þetta dót. Nú safna ég fyrst og fremst upplifunum, eins og svo margir Það er svo gaman að upplifa nýja hluti, ferðast og njóta, skoða og snerta og prófa og vera með í alls konar ævintýrum.

Það getur hins vegar reynst erfiðara að hafa yfirlit yfir það safn, kannski helst með því að vera dugleg að taka myndir og miðla þeim.

Nú nýverið opnaði vefurinn www.sofn.is. Þar er listi yfir söfn, setur og sýningar á Íslandi, sem hægt er að heimsækja og skoða.

Hægt er að skrá sig inn á vefinn og merkja við þá staði sem fólk hefur heimsótt og þá um leið sést hverja á eftir að skoða. Sjálf hef ég heimsótt 44% þeirra, samkvæmt vefnum, og samkvæmt kortinu er augljóst að ég hef verið duglegust að skoða söfn á Vestfjörðum. Mér sýnist ég hins vegar hafa góða ástæðu til að heimsækja Norðurlandið í sumar, til að ná að merkja við fleiri staði.

Það er skemmtileg áskorun að safna söfnum, setrum og sýningum í sumar og ég hvet ykkur til að taka þátt í henni með mér!

Það má gjarnan merkja myndir sem teknar eru á söfnum með #söfnumsöfnum og ef einhver hefur afrekað að heimsækja þau öll, má svo gjarnan hafa samband og láta okkur vita. Allar nánari upplýsingar um það má finna á vefnum.

Góða safna-skemmtun í sumar!

Skylt efni: söfnin í landinu

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...