Tónlistarmaðurinn John Sebastian
Tónlistarmaðurinn John Sebastian
Menning 13. september 2023

Náttúruleg hnútalitun

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Seint á sjöunda áratugnum mátti finna grein í vikublaði hérlendis þar sem hnútalitun svokölluð var lofi sungin.

Kom fram að þarna væri um að ræða indverska litunaraðferð sem hefði þekkst frá alda öðli, þarlendis undir nafnið bandhnu.

Litunin fór þannig fram samkvæmt vikublaðinu:

„Vefnaðurinn er hnýttur saman á ýmsum stöðum og honum dýft í lit, til að fá fram alls konar mynstur, litskrúðugar klessur, hringi og tígla, mismunandi reglulegt, en alltaf litskrúðugt, og nú er það orðið þannig að þessi litunaraðferð er notuð bæði á ódýran fatnað og til að gera upp gömul föt, og svo er það líka notað og ekki síður, á betri efni og í glæsilegan samkvæmisklæðnað.“

Ókrýndur konungur hnútalitunar

Kom á daginn að þessir tískuduttlungar höfðu hafist hjá blómabörnum Kaliforníu sem voru hvað áköfust í að fá útrás fyrir litagleði alheimsins með allri þeirri skynjun sem möguleg var. Mátti sjá vinsæla tónlistarmenn þessa tíma klæðast litríkum flíkum, þá John Sebastian
sérstaklega, en hann var þekktur fyrir einlægan áhuga sinn á hnútalitun. Stóð í sífelldum litabreytingum á fatnaði sínum, jafnvel strigaskónum – auk þess sem má finna afar litaglatt tónlistarmyndband með laginu hans, You are a big boy now, á Youtube.

Nú í dag þekkir fólk hnútalitun frekar undir orðskrípinu Tædæ. Eða
tie-dye.

Klórtískan mikla

Einhverjir gengu í gegnum tímabil á unglingsárunum þar sem „acid eða bleach-wash“ var móðins, eða „að klóra“ galla og bómullarfatnaðinn sinn. Þeir þekkja þetta kannski helst sem eru fæddir seint á áttunda áratugnum.

Þessi aðferð með klórnum má segja að sé á borð við hnútalitunina, nema þar var útkoman þannig að heldur dró úr litnum frekar en hitt. Þetta er þó skemmtilegt og eina sem þarf að gæta er að hafa fatnaðinn ekki of lengi í klórnum svo hann eyðist ekki upp.

Á meðan að klóraðferðin er fremur einföld og krefst nær einungis þess að viðkomandi eigi í fórum sínum klórbrúsa og plastfötu – er tædæið heldur kröfumeira.

Aðferð hnútalitunar

Fyrsta skrefið er að fara í búðir á borð við Liti og föndur, sem eitt sinn var til húsa á Skólavörðustígnum en er nú í Kópavogi, og finna þar fatalit eða liti sem gleðja.

Gúmmíteygjur eða tvinni verða að vera handbær og sú flík eða klæði sem á að lita verður að vera þvegin með mildri sápu og höfð rök.

Gúmmíteygjurnar eru bundnar á víð og dreif eins og sjá má á mynd – en til eru hinar ýmsu aðferðir við þetta skref. Næst er litnum blandað í vatn eins og stendur á pakkningunum og klæðið sett þar ofan í. Öðrum finnst best að leggja klæðið á bökunargrind svo litirnir renni síður saman.

Eftir litun þarf að leyfa flíkinni eða klæðinu að draga í sig litinn og sitja í að minnsta kosti 8 klst. ef vel á að takast til, allt að sólarhring og jafnvel í plastpoka. Skola svo vel með köldu vatni.

Margir notast við hvítt edik og kalt vatn til helminga til að festa litinn vel eftir að litarefnið hefur verið skolað úr og þá í 30 mínútur. Hægt er að bæta við öðrum lit eftir fyrstu litun, og svo koll af kolli.

Einnig má setja lit í plastflöskur og sprauta honum á klæðið eða mála það með pensli.

Jurtalitun

Til eru þeir sem ganga skrefi lengra og nota jurtir við litunina. Þá er gott að kynna sér vel þau skref sem taka þarf en hérlendis má finna ýmislegt, bæði í ísskápnum og í náttúrunni, sem má nýta sér. Íslendingar hafa litað klæði í áraraðir og hér áður fyrr nýttu þeir sér bæði haugarfa og keytu til að gegna hlutverki festis. Keytan festi þó ekki aðeins litinn heldur breytti honum þannig að litirnir urðu skýrari. Í dag leika málmsölt á borð við álún sama hlutverk – sem festir eða til breytinga á litbrigðum.

Bleikur = rófur, rauðlaukur
Gult = laukhýði, túrmerik
Blár = svartar baunir, bláber
Grænt = gras, spínat,
Fjólublátt = rauðkál, krækiber

Að lokum er gaman að segja frá því að þeir sem standa í jurtalitun vilja gjarnan nota gamlan, jafnvel ryðgaðan pott, en litamunur er á flíkum sem eru litaðar í mismunandi tegundum potta, þá ál-, kopar- eða járnpottum. Álið er talið draga úr styrkleika litar á meðan kopar eða járn gera litinn sterkari. Áhrif (ryðgaðra) járnpotta geta orðið til þess að ef t.d. litað er með laukhýði sem vanalega gefur gulan lit – þá getur það orðið ólífugrænt. Og skemmtið ykkur nú vel.

Skylt efni: tíska

Dress í anda Yellowstone
Líf og starf 27. september 2023

Dress í anda Yellowstone

Þann 7. desember árið 1977 birtist grein undir þáverandi „Tískuhorni“ Dagblaðsin...

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...