Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Leðurklæddur bangsi Balenciaga.
Leðurklæddur bangsi Balenciaga.
Menning 12. júlí 2023

Máttur og mörk auglýsinga

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Stórveldið Kering, eigandi tískuveldanna Gucci, Balenciaga, YSL, Alexander McQueen og Bottega Veneta, hefur undanfarið verið milli tannanna á fólki vegna umdeildrar auglýsingaherferðar Balenciaga.

Er þetta ekki í fyrsta skipti sem auglýsingaherferðir undir hatti Kering þykja truflandi og þó sú síðasta sé – ef skilin rétt – tenging við barnaklám, hefur stórveldið lýst sakleysi sínu, beðist margfaldlega afsökunar og gefið frá sér þá yfirlýsingu að innan Kering megi gera mistök, þó ekki oftar en einu sinni. Átti umrædd auglýsing ekki rætur sínar að rekja til misnotkunar barna í bland við BDSM, heldur til pönkmenningarinnar, en á þeim má sjá börn haldandi á leðurklæddum böngsum með hálsólar.

Leðurklæddu bangsarnir reyndust þó vera veski.

Balenciaga-taska ofan á dómskjölum kynferðisafbrots.

Til viðbótar og ekki til að slökkva neina elda voru í framhaldinu birtar auglýsingar um annars konar veski Balenciaga, nógu sakleysislegu á að líta, þar sem það lá ofan á nokkrum skjölum í óreiðu. Það sem gerði útslagið í þetta skipti var að ef glöggir neytendur lesa skjölin má þar finna úrskurð dómsmáls er varðar misnotkun barna.

Vill Balenciaga meina að þeir hafi ekki haft hugmynd um neitt ósæmilegt í auglýsingunni þó að við vinnslu auglýsingaherferða eigi hönnuðir jafnan í nánu samstarfi við þau fyrirtæki sem unnið er fyrir. Einhver innan Balenciaga hefur því veitt samþykki sitt. Samkvæmt fréttum hefur Balenciaga höfðað mál gegn fyrirtækinu sem framleiddi auglýsingarnar, North Six, og hönnuðinum Nicholas Des Jardins upp á 25 millj. Bandaríkjadala.

Öðrum að kenna

Segir yfirlýsing Balenciaga: „Að þessi ósamþykktu skjöl hafi verið sett þarna, var afrakstur gáleysis. Við höfum lagt fram kæru vegna þess og eigum von á að réttlætinu verði fullnægt. Þó tökum við fulla ábyrgð á vanhæfni okkar er kemur á eftirliti og gerum okkur grein fyrir að við hefðum getað gert hlutina öðruvísi.“

Benti lögfræðingur Des Jardins á að engin neikvæð meining hefði verið á bak við skjölin sem birtu dómsúrskurð er varðaði kynferðisbrot á barni, þetta hefðu verið leikmunir.

Að auki voru fulltrúar frá Balenciaga viðstaddir myndatökuna, höfðu umsjón með henni og meðhöndluðu pappíra og leikmuni. „Því er fullljóst að hvorki hönnuðurinn né fyrirtækið North Six báru ábyrgð á lokavali auglýsingar úr tökunum,“ bætti lögmaðurinn við.

Nú, nokkrum vikum síðar, hefur Gucci fengið á sig högg vegna auglýsinga sem þykja á svipaðri línu og við koma söngvaranum Harry Styles, en hann hefur átt í samstarfi við merkið undir línunni HAHAHA. Auglýsingarnar sýna söngvarann sjálfan, íklæddan stuttermabol með mynd af bangsa, en í bakgrunni er barnadýna sem á að vera tilvísun í ... hvað? Fullorðinn maður í bangsabol með barnadýnu gefur mögulega til kynna að þarna sé verið að lokka til sín börn.

Línudans

Eftir þennan lestur er ekki vel hægt að gera sér grein fyrir hvort þarna er um að ræða einbeittan brotavilja eða sé verið að reyna hversu langt sé hægt að ganga án þess að stíga yfir línu velsæmis.

Ný auglýsing Benetton nærklæddra barna þykir ekki sæmandi. 

En það er vel hægt að ganga slíkan línudans án þess að fara svo gróflega að verki að níðst sé á börnum. Flestir muna eftir Benetton-auglýsingunum sem risu hvað hæst í kringum tíunda áratuginn og fengu hjörtu margra til að slá aukaslag. Muna einhverjir sjálfsagt eftir auglýsingum sem sýndu fólk af mismunandi kynþáttum í sátt og samlyndi. Einnig voru fréttamyndir nýttar sem auglýsingar og eru minnisstæðar myndir af eyðnismituðum sjúklingi í faðmi fjölskyldu sinnar, yfirfullu skipi albanskra flóttamanna á leið til Ítalíu og morði á háttsettum meðlimi mafíunnar í Palermo. Voru auglýsingarnar gagngert gerðar til að vekja fólk til umhugsunar, sýna jafnræði kynþátta, samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa auk þess að ýta undir frið og samvinnu milli ólíkra menningarheima.

Kaldhæðnisleg von?

Bar þar hæst á lofti „UN-HATE“ herferðin sem fór í loftið þann 16. nóvember árið 2011 og beint til jafns á prent- og vefmiðla um heim allan. Meginþema herferðarinnar var „kossinn“, algildasta tákn ástarinnar og þá táknrænar myndir sátta. Þó með keim af kaldhæðnislegri von og uppbyggi- legri ögrun, ætlaðri til að vekja almenning til umhugsunar um hvernig stjórnmál, trú og hugmyndir, jafnvel þegar þær eru ólíkar, geti samt leitt til samræðna og miðlunar.

Meðal „kossa“ mátti finna Barack Obama og Hugo Chavez, forseta Venesúela, Benedikt XVI, þáverandi páfa kaþólsku kirkjunnar og Ahmed Mohamed el-Tayetb, æðsta leiðtoga múslima í Egyptalandi og leiðtoga S-og N-Kóreu. Undir sömu herferð auk þessara fallegu kossaauglýsinga, mátti einnig finna auglýsingar sem stimplaðar voru „Untouchable“ og áttu að vísa í rétt barna til þess að fá að vera börn. Ekki fórnarlömb stríðs, misnotkunar, óholls fæðis eða annarra aðstæðna.

Í dag hefur fyrirtækið hins vegar fengið högg á fingurna fyrir auglýsingu er sýnir börn á nærfötum og þykir það haldast í hendur við auglýsingaherferðir Kering sem um var fjallað í byrjun greinar. Vill fólk meina að óþarfi sé að birta slíkar auglýsingar sem geti glatt frán augu misindismanna.

Og dæmi nú hver fyrir sig.

Skylt efni: tíska

Kona í fremstu röð
Líf og starf 8. desember 2023

Kona í fremstu röð

Bændablaðið fékk til prufu nýjustu útgáfu af rafmagnsbílnum Hyundai Kona í Style...

Hátíðarbragur með jólastjörnum
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörn...

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ...

Guðni á Þverlæk heiðraður
Líf og starf 5. desember 2023

Guðni á Þverlæk heiðraður

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra, var á dögu...

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð
Líf og starf 4. desember 2023

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru nýlega veitt á 25 ára afmælisráðstefnu...

Jólamarkaðir í desember
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember ...

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...