Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Yfirlitsmyndin frá gamla vitanum yfir safnasvæðið.
Yfirlitsmyndin frá gamla vitanum yfir safnasvæðið.
Mynd / Hilmar Bragi Bárðarson
Menning 10. maí 2023

Falin perla á Garðskaga

Höfundur: Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðukona safna í Suðurnesjabæ.

Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett á fallegu safnasvæði við Garðskagavita í Suðurnesjabæ, þar sem víðsýni er til allra átta, fjölbreytt fuglalíf, hafið í sinni síbreytilegu mynd og gönguleiðir með sjónum.

Byggðasafnið varðveitir og segir sögu atvinnu- og mannlífs á Suðurnesjum. Safnið er til húsa í fyrrum hlöðu og fjósi vitavarðar á Garðskaga en viðbygging er frá 2005. Menningarminjar er víða að finna í Suðurnesjabæ, m.a. Skagagarðurinn frá 10. öld, á Rosmhvalanesi, sem er gamalt nafn yfir þetta svæði. Vélbáturinn Hólmsteinn GK20, 43 tonna trébátur, stendur við safnið. Vélasafn Guðna Ingimundarsonar og GMC trukkurinn hans hafa mikið aðdráttarafl. Vélasafnið er einstakt og samanstendur af 60 vélum, m.a. gufuvél, sem notaðar voru til sjós og lands, uppgerðum af Guðna og flestar gangfærar.

Við hátíðleg tækifæri eru sumar vélarnar gangsettar t.d. 1948 Red Wing Thorobred KK. Trébáturinn Fram, súðbyrtur sexæringur með Engeyjarlagi, smíðaður 1887, er varðveittur á safninu. Súðbyrðingar komust á skrá UNESCO í desember 2021, yfir óáþreifanlegan menningararf. Tveir traktorar eru á safninu, Ferguson árg. 1951 og Farmall Cub árg. 1953. Nýlega var opnuð safnverzlun og móttaka með innréttingum úr Verzlun Þorláks Benediktssonar sem rak verslun að Akurhúsum í Garði frá 1921-1972. Í sama rými er ,,Verzlun barnanna“ þar sem börn geta leikið kaupmenn. Fjósakötturinn skaust á sínum tíma yfir blauta steypu á hlöðugólfinu og sjást greinileg loppuspor, sem við teljum nú gestum trú um að séu eftir hinn séríslenska jólakött.

Á safninu eru varðveitt líkön af 14 gömlum húsum úr Sandgerði frá því fyrir 1940 sem Sigurður H. Guðjónsson byggingameistari, Siggi í Báru, smíðaði svo listilega. Örsýningar um ýmis efni eru settar upp reglulega. Munir í varðveislu safnsins eru skráðir í Sarp. is, menningarsögulegt gagnasafn, sem opið er almenningi og einnig ljósmyndasafn sem fer stækkandi.

Fimm vitar eru í Suðurnesjabæ og tveir af þeim eru yst á Garðskaga. Annars vegar er það gamli vitinn, byggður 1897, og hins vegar er það „lýðveldisvitinn“, hæsti viti Íslands, sem var vígður 1944 og stendur á flötinni gegnt byggðasafninu.

Kort af Reykjanesi er við innganginn á safnið þar sem ferðamenn geta kynnt sér þá fjölmörgu staði sem forvitnilegt er að heimsækja í Suðurnesjabæ og á Reykjanesi.

Opið er alla daga kl. 10-17 frá maí til september. Hægt er að panta heimsóknir frá okt. til apríl.

Facebook-síða safnsins er mjög virk og hægt að fylgjast þar með viðburðum og fréttum.

Frítt er fyrir alla gesti inn á Byggðasafnið á Garðskaga.

Skylt efni: söfnin í landinu

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur
Líf og starf 15. september 2023

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur

Við rekur á allar fjörur landsins en mestan reka er að finna á norðanverðu Langa...

Austurlamb á undan sinni samtíð
Líf og starf 15. september 2023

Austurlamb á undan sinni samtíð

Árið 2003 sameinuðust tuttugu sauðfjárbændur á Austurlandi um sölu upprunamerkts...

Búið að selja nær alla 6–8 tonna uppskeru næsta árs
Líf og starf 14. september 2023

Búið að selja nær alla 6–8 tonna uppskeru næsta árs

Farsælli tilraunaræktun hvít­lauksbændanna í Neðri­Brekku í Dölum er nú lokið. N...

Hestafræðideildin eflist
Líf og starf 14. september 2023

Hestafræðideildin eflist

Á síðustu misserum hefur hestafræðideild Háskólans á Hólum unnið að því að efla ...