Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Antoníus Sigurðsson.
Antoníus Sigurðsson.
Mynd / Aðsend
Menning 16. desember 2024

Djúpavogsskáldið loks komið á bók

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fáir lifa ástar án er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Antoníus Sigurðsson, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var að senda frá sér.

Antoníus Sigurðsson (1875–1944) var eitt þekktasta alþýðuskáld Austurlands á sinni tíð og hafði auknefnið Djúpavogsskáld.

Hann var fæddur og uppalinn á Berufjarðarströnd. Foreldrar hans voru Halldóra Gísladóttir og Sigurður Sigurðarson frá Krossgerði en hann ólst upp hjá hjónunum Kristínu Bessadóttur og Sigurði Ásmundssyni í Kelduskógum. Hann minntist fósturforeldranna og átthaganna með mikilli hlýju í ljóðum sínum.

Vísur hans gengu manna á meðal

Kona Antoníusar var Þórunn Erasmusdóttir úr Meðallandi og eignuðust þau dótturina Ragnhildi árið 1901. Þau hófu búskap á Djúpavogi árið 1906 og þar biðu störf verkamannsins Antoníusar. Einnig var hann mörg sumur kaupamaður í sveitum, m.a. í Löndum í Stöðvarfirði og á Berunesi í Berufirði. Hann var sjálfmenntaður og fékkst við barnakennslu í heimahúsum, auk þess að vera lengi meðhjálpari í Djúpavogskirkju.

Antoníus varð strax á unga aldri kunnur fyrir háttbundna ljóðagerð sína og fékk í viðurkenningarskyni auknefnið Djúpavogsskáld. Aðeins fá ljóða hans og lausavísna hafa birst á prenti en hann hélt kveðskapnum saman og fjöldi vísna hans flaug
manna á milli.

Búverk og trúariðkun toguðust á

Kristján Ingimarsson á Djúpavogi ritar lokaorð. „Ljóð Antoníusar bera það með sér að hann hefur verið tilfinninganæmur eins og skáld eru gjarnan, líf hans hefur ekki alltaf verið dans á rósum en náttúran, fjölskylda og vinir hafa veitt honum gleði og hamingju“, segir m.a. í lokaorðunum og fram kemur að ljóðin beri þess vitni að Antoníus hafi verið trúmaður. Finna megi togstreitu milli þess að sinna búverkum og iðka trúna.

Bókin er 135 síður í harðspjöldum og er 24. bókin í röðinni Austfirsk ljóðskáld. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefur, sem fyrr segir, út.

Skylt efni: bókaútgáfa

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...