Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016
Fólk 14. apríl 2016

Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota.  Átta hundruð  matjurtagarðar eru leigðir út á vegum Reykjavíkurborgar í sumar, þar af eru tvöhundruð í Skammadal. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða.

Matjurtagarðar innan Reykjavíkurborgar eru á eftirtöldum stöðum og með því að smella á tengil er hægt að sjá hvaða garðar eru lausir:
• Vesturbær við Þorragötu
• Fossvogur við enda Bjarmalands
• Laugardalur við enda Holtavegar
• Árbær við Rafstöðvarveg
• Breiðholt við Jaðarsel
• Grafarvogur við Logafold

Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfellsbæ.

Garðyrkjufélag Íslands sér um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi skæmmt samningi við Reykjavíkurborg.  Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is, undir Grenndargarðar.

Hvað kostar að leigja matjurtagarð?
Leigugjöld ársins 2016 eru 5.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (u.þ.b. 100m2) og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldugörðunum (u.þ.b. 20m2).  Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.

Aðstaða í görðunum
Garðarnir verða merktir. Hægt verður að komast í vatn hjá öllum görðum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.

Hvernig er sótt um þjónustuna?
Upplýsingar má finna hjá umhverfis- og skipulagssviði í síma 4 11 11 11. Umsóknir sendist á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is


Garðarnir verða tilbúnir upp úr miðjum maí.

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Fólk 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Fólk 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Fólk 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Fólk 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Fólk 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Fólk 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Fólk 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Fólk 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...