Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bjarni Halldórsson og Chris Wilkins í ræktunarrýminu.
Bjarni Halldórsson og Chris Wilkins í ræktunarrýminu.
Líf og starf 29. ágúst 2018

„Hydroponics” í hænsnakofa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ástralski hugvitsmaðurinn Chris Wilkins hefur komið upp aðstöðu til að rækta matjurtir og fiska í gömlu hænsnahúsi á Valþjófsstað í Fljótsdal. Hann segir inniræktun áhugaverðan valkost fyrir Íslendinga sem búi við langa dimma vetur og flytji inn mikið af matvælum en framleiði ódýrt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum.

Wilkins segir ræktunina byggja á hringrás vatns í lokuðu kerfi, hydroponics á ensku, þar sem við sögu koma fiskar, bakteríur og plöntur og hvert styrkir annað. Fiskurinn framleiðir úrgang sem bakteríurnar éta til að framleiða áburð fyrir plönturnar sem hreinsa vatnið áður en það fer aftur til fiskanna. Með þessu þarf ekki að kaupa neinn áburð og nær enginn úrgangur fellur til.“

Stefnan er að koma bæði plöntunum og fiskunum í sölu, hvort heldur sem er til neytenda sem sækist eftir ferskvöru eða veitingahúsa. Í ræktuninni má finna myntu, basilíku, spínat og fleiri salatjurtir en í eldinu urriða, bleikju, krabbadýr og gullfiska.

Ísland kjörið fyrir inniræktun

Wilkins er menntaður pípulagninga­maður og með háskólagráðu í umhverfisfræðum og hefur sett upp áveitukerfi fyrir ræktun í Ástralíu og Finnlandi. Þar fékkst hann einkum við skrautplöntur en hefur í sumar prófað sig áfram með matjurtir. Hann telur Ísland kjörið fyrir slíka framleiðslu.

„Ég hef ekki fundið annað land þar sem inniræktun er jafn skynsamleg. Aðstæður hér eru öfgakenndar og ekki hægt að rækta utanhúss á veturna því þeir eru langir og dimmir og jafnvel á sumrin er ræktunartíminn stuttur.“

Plássið til ræktunar hugsað í rúmmetrum en ekki fermetrum

Plönturnar fá bæði ljós og hita frá LED lýsingu sem komið hefur verið upp í húsinu.

„Ljósin framleiða þá lýsingu sem plönturnar þurfa og hliðarafurð ljósanna, hitinn, nýtist til að hita húsið þannig að rafmagnið nýtist mjög vel. Í Ástralíu kostar rafmagnið fimm sinnum meira en  á Íslandi en þar er hægt að rækta utandyra allt árið þannig þar er engin skynsemi í inniræktun.“

Wilkins  segir að Íslendingar flytji inn mikið af matvælum og að erlendis hafi  matvælaframleiðsla mikil áhrif á umhverfið og þar sem tæknin sé fyrir hendi sé bæði efnahagslega og umhverfislega skynsamt að rækta inni í landi þar sem rafmagn er ódýrt og fengið úr endurnýjanlegum orkugjöfum

Tækifæri fyrir unga frumkvöðla

Bjarni Halldórsson, 13 ára heimamaður á Valþjófsstað, hefur aðstoðað Wilkins við uppsetningu ræktunarinnar og kalla þeir verkefnið Microfarm Iceland. is. Wilkins segir áhuga sinn byggja á að setja upp kerfið og spreyta sig á matjurtunum en vonast til að hönnunin geti nýst ungum frumkvöðlum og orðið til þess að efla íslenskar sveitir.

Bjarni er frumkvöðull og mögulega yngsti bóndi landsins. Saman langar okkur að skapa vettvang fyrir unga frumkvöðla og leyfa þeim að spreyta sig á næstu mánuðum við að byggja upp rekstur þar sem vinna þarf við framleiðsluna, finna viðskiptavini, selja vöruna og læra um allt það sem viðkemur rekstri sprotafyrirtækja.

Það er auðveldlega hægt að setja upp fleiri örbýli í gámum. Að sinna slíkri ræktun tekur tíu tíma á viku en á móti fær eigandinn mat og afurð til að selja. Slíkt getur til dæmis orðið aukabúgrein með sauðfjárrækt.“

Styrkur frá Fljótsdalshreppi

Fljótsdalshreppur veitti verkefninu á Valþjófsstöðum álitlegan fjárstyrk til að koma því á laggirnar.
„Þetta hefði ekki verið mögulegt án styrksins. Það er frábært að sveitarstjórnin haf sýnt möguleikum þess skilning og brugðist skjótt við þannig að hægt væri að kaupa tækin sem þurfti til ræktunarinnar,“ segir Wilkins að lokum.

Skylt efni: Hydroponics | inniræktun

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...