Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hrannar Guðmundsson og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti og Böðvar Baldursson úr Ystahvammi.
Hrannar Guðmundsson og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti og Böðvar Baldursson úr Ystahvammi.
Mynd / Aðalsteinn Árni Baldursson
Líf og starf 28. september 2021

Vel heppnaður réttardagur í blíðskaparveðri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Réttarstörfin gengu alveg ljómandi vel,“ segir Böðvar Baldursson, bóndi í Ysta Hvammi í Aðaldal eftir velheppnaðan réttardag.

Féð var um 5.000 talsins, litlu færra en í fyrra því eitthvað var um að bændur væru með fé heima. Í Hraunsrétt koma saman bændur í Aðaldal og yfirleitt hefur mikið fjölmenni safnast saman í þessa fornfrægu og fögru rétt. Böðvar segir að nú hafi fólk ekki í sama mæli og oft áður verið hvatt til að koma og fylgjast með enda reglur í gildi um fjölda þeirra sem saman mega koma.
„Það eru alltaf einhverjir gestir að fylgjast með en ekki sami fjöldinn og oft áður,“ segir hann.

Veðrið lék við bændur og búalið þegar réttað var og segir Böðvar að allir hafi notið dagsins. Smalamennska gekk vel í góða veðrinu og helst hefðu kindur viljað vera lengur á fjalli segir hann að gróður þar sé enn mikill og góður miðað við árstíma.

„Mér sýnist fé koma vænt af fjalli, yfir meðallagi gott,“ segir hann. 

Guðmundur Bjarnason og Jón Bergmann Gunnarsson á Húsavík.

Feðgarnir Guðbergur, Ægir Eiríksson og Björn Grétar.

Sædís Rán Ægisdóttir og Berta María Björnsdóttir frá Húsavík tóku þátt í réttunum.

Fólk á öllum aldri komu í réttina.

Skylt efni: réttir | Hraunsrétt

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni
Líf og starf 23. maí 2022

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni

Höskuldur Ari Hauksson hefur verið vínbóndi í Hünenberg See í kantónunni Zug í m...

Áburður á norðausturhornið
Líf og starf 20. maí 2022

Áburður á norðausturhornið

Bændur hafa undanfarið verið í óða önn að bera áburð á tún sín, sumir eru enn að...

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum
Líf og starf 17. maí 2022

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum

Tjörvi Bjarnason er kunnur af störfum sínum í útgáfu- og kynningarmálum fyrir Bæ...

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar a...

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi
Líf og starf 13. maí 2022

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi

Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í b...

Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi and...

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára
Líf og starf 9. maí 2022

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára

Ungmennasamband Eyja­fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Lauga...

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum
Líf og starf 4. maí 2022

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum

Lyfjafræðingurinn og sinneps­framleiðandinn Svava Hrönn Guðmundsdóttir er nýr fo...