Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrannar Guðmundsson og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti og Böðvar Baldursson úr Ystahvammi.
Hrannar Guðmundsson og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti og Böðvar Baldursson úr Ystahvammi.
Mynd / Aðalsteinn Árni Baldursson
Líf og starf 28. september 2021

Vel heppnaður réttardagur í blíðskaparveðri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Réttarstörfin gengu alveg ljómandi vel,“ segir Böðvar Baldursson, bóndi í Ysta Hvammi í Aðaldal eftir velheppnaðan réttardag.

Féð var um 5.000 talsins, litlu færra en í fyrra því eitthvað var um að bændur væru með fé heima. Í Hraunsrétt koma saman bændur í Aðaldal og yfirleitt hefur mikið fjölmenni safnast saman í þessa fornfrægu og fögru rétt. Böðvar segir að nú hafi fólk ekki í sama mæli og oft áður verið hvatt til að koma og fylgjast með enda reglur í gildi um fjölda þeirra sem saman mega koma.
„Það eru alltaf einhverjir gestir að fylgjast með en ekki sami fjöldinn og oft áður,“ segir hann.

Veðrið lék við bændur og búalið þegar réttað var og segir Böðvar að allir hafi notið dagsins. Smalamennska gekk vel í góða veðrinu og helst hefðu kindur viljað vera lengur á fjalli segir hann að gróður þar sé enn mikill og góður miðað við árstíma.

„Mér sýnist fé koma vænt af fjalli, yfir meðallagi gott,“ segir hann. 

Guðmundur Bjarnason og Jón Bergmann Gunnarsson á Húsavík.

Feðgarnir Guðbergur, Ægir Eiríksson og Björn Grétar.

Sædís Rán Ægisdóttir og Berta María Björnsdóttir frá Húsavík tóku þátt í réttunum.

Fólk á öllum aldri komu í réttina.

Skylt efni: réttir | Hraunsrétt

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...