Ann-Marie Schlutz á veg og vanda að framleiðslu á sauðamjólk og selur vörur undir merkjum Sauðagulls. Hún hefur aðstöðu til framleiðslu í félagsheimilinu á Fljótsdal.
Ann-Marie Schlutz á veg og vanda að framleiðslu á sauðamjólk og selur vörur undir merkjum Sauðagulls. Hún hefur aðstöðu til framleiðslu í félagsheimilinu á Fljótsdal.
Líf og starf 26. nóvember 2020

Úr sauðagulli verða til ýmsar kræsingar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Ann-Marie Schlutz og maður hennar, Gunnar Gunnarsson, blaðamaður á Austurfréttum og Austurglugganum, eiga og reka fyrirtækið Sauðagull utan um framleiðslu á vörum úr sauðamjólk. Gunnar Jónsson, tengdapabbi AnnMarie, á og rekur Egilsstaðabúið í Fljótsdal en á búinu eru um 350–400 ær. Nýverið kom á markað handgert konfekt frá Sauðagulli með karamellufyllingu og unnið úr sauðamjólk.   

„Ég er með takmarkað hráefni af mjólk sem ég get fengið og þá þarf maður að hugsa hvernig maður getur nýtt það sem best. Ostagerð er sjálfsögð og fyrsta sem maður hugsar að gera sauðaost. En með því að heimsækja sauðfjárbú erlendis, sem við höfum gert, þá koma margar hugmyndir, meðal annars þetta með konfektið,“ útskýrir AnnMarie og segir jafnframt: 

„Sauðamjólk var um aldir nýtt til manneldis hér á landi og unnið úr henni skyr, smjör og ostar. Þekking á þessu mjög svo íslenska handverki hefur að mestu glatast. Sauðagull stefnir á að endurvekja handverkið með því að framleiða einstakar matvörur úr sauðamjólk. Með því er von mín að geta stutt íslenska sauðfjárrækt og hvetja aðra til að nýta þetta holla, bragðgóða og næringarríka hráefni.“

Hægt er að panta hjá AnnMarie í gegnum Facebooksíðu Sauðagull eða í gegnum netfangið saudagull@outlook.com.

Osturinn, sem heitir Kubbur og er í kryddolíu, er gerður eftir uppskrift að fetaostuppskrift en vegna verndunar heitisins má ekki kalla hann fetaost því sá kemur upprunalega frá Grikklandi.

Skylt efni: sauðaostur | Sauðagull

Endalausir möguleikar til atvinnu- uppbyggingar og nýsköpunar
Líf og starf 21. janúar 2021

Endalausir möguleikar til atvinnu- uppbyggingar og nýsköpunar

Það er óhætt að segja að Breiðin á Akranesi sé búin að ganga í endurnýjun lífdag...

Árið gert upp
Líf og starf 20. janúar 2021

Árið gert upp

Nýliðið ár, 2020, COVID-19 árið var mörgum erfitt, ekki síst fyrirtækjum og eins...

Allt tilbúið og unnið að því að  afla leyfa fyrir framleiðsluna
Líf og starf 20. janúar 2021

Allt tilbúið og unnið að því að afla leyfa fyrir framleiðsluna

„Það er allt að verða tilbúið og við stefnum á að Jökla komi á markað fyrir eða ...

Afurðahæstu kýr landsins 2020 voru á bænum Búrfelli í Svarfaðardal
Líf og starf 15. janúar 2021

Afurðahæstu kýr landsins 2020 voru á bænum Búrfelli í Svarfaðardal

Gímaldin og Hafþór Ólafsson syngja rímur
Líf og starf 13. janúar 2021

Gímaldin og Hafþór Ólafsson syngja rímur

Tónlistamennirnir Gímaldin og Hafþór Ólafsson sendu nýlega frá sér geisladisk þa...

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt
Líf og starf 12. janúar 2021

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt

Hér er kominn gestur
Líf og starf 7. janúar 2021

Hér er kominn gestur

Þórður Tómasson, fyrrum safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum, se...

Framleiða íslenskar tómatasultur með mið-amerískum blæ
Líf og starf 4. janúar 2021

Framleiða íslenskar tómatasultur með mið-amerískum blæ

Mæðgurnar Andrea Maria Sosa Salinas og Silvia Dinora Salinas Martinez eru búsett...