Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ann-Marie Schlutz á veg og vanda að framleiðslu á sauðamjólk og selur vörur undir merkjum Sauðagulls. Hún hefur aðstöðu til framleiðslu í félagsheimilinu á Fljótsdal.
Ann-Marie Schlutz á veg og vanda að framleiðslu á sauðamjólk og selur vörur undir merkjum Sauðagulls. Hún hefur aðstöðu til framleiðslu í félagsheimilinu á Fljótsdal.
Líf og starf 26. nóvember 2020

Úr sauðagulli verða til ýmsar kræsingar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Ann-Marie Schlutz og maður hennar, Gunnar Gunnarsson, blaðamaður á Austurfréttum og Austurglugganum, eiga og reka fyrirtækið Sauðagull utan um framleiðslu á vörum úr sauðamjólk. Gunnar Jónsson, tengdapabbi AnnMarie, á og rekur Egilsstaðabúið í Fljótsdal en á búinu eru um 350–400 ær. Nýverið kom á markað handgert konfekt frá Sauðagulli með karamellufyllingu og unnið úr sauðamjólk.   

„Ég er með takmarkað hráefni af mjólk sem ég get fengið og þá þarf maður að hugsa hvernig maður getur nýtt það sem best. Ostagerð er sjálfsögð og fyrsta sem maður hugsar að gera sauðaost. En með því að heimsækja sauðfjárbú erlendis, sem við höfum gert, þá koma margar hugmyndir, meðal annars þetta með konfektið,“ útskýrir AnnMarie og segir jafnframt: 

„Sauðamjólk var um aldir nýtt til manneldis hér á landi og unnið úr henni skyr, smjör og ostar. Þekking á þessu mjög svo íslenska handverki hefur að mestu glatast. Sauðagull stefnir á að endurvekja handverkið með því að framleiða einstakar matvörur úr sauðamjólk. Með því er von mín að geta stutt íslenska sauðfjárrækt og hvetja aðra til að nýta þetta holla, bragðgóða og næringarríka hráefni.“

Hægt er að panta hjá AnnMarie í gegnum Facebooksíðu Sauðagull eða í gegnum netfangið saudagull@outlook.com.

Osturinn, sem heitir Kubbur og er í kryddolíu, er gerður eftir uppskrift að fetaostuppskrift en vegna verndunar heitisins má ekki kalla hann fetaost því sá kemur upprunalega frá Grikklandi.

Skylt efni: sauðaostur | Sauðagull

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....