Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Þær voru hámóðins fyrirmyndir tískunnar fyrir um tuttugu árum – sem tröllríður ungdómnum aftur í dag. Söngkonurnar Christina Aguilera, Rhianna og Britney Spears til hægri, auk dökkhærðrar Parisar Hilton ef einhver vill leita eftir þeirri persónu á netinu. Gjörið svo vel.
Þær voru hámóðins fyrirmyndir tískunnar fyrir um tuttugu árum – sem tröllríður ungdómnum aftur í dag. Söngkonurnar Christina Aguilera, Rhianna og Britney Spears til hægri, auk dökkhærðrar Parisar Hilton ef einhver vill leita eftir þeirri persónu á netinu. Gjörið svo vel.
Líf og starf 25. nóvember 2022

Um aldamótin síðustu ...

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þeir eru þó nokkrir lesendur Bændablaðisins sem minnast unlingsáranna sveipuðum því sem mætti kallast ... töfraljóma.

Ekki eru allir jafn heppnir að sjá slíkt fyrir sér og má segja að sú kynslóð sem gjarnan er nefnd „Xennials“ sé þar fremst í flokki. Fyrir þá sem ekki hafa haft veður af henni er víst best að skilgreina hugtakið nánar. Um ræðir einstaklinga fædda á árunum 1977-1983/5 og vilja sumir meina að þarna séu á ferð gulleintök aldanna, fólkið sem náði í skottið á því sem þykir óhindruð náttúrumenning, en hafa að sama skapi þor og dug er kemur að því að tileinka sér nýjungar á samfélagsmiðlum.

Bátasímarnir

Fyrstu farsímarnir voru fimm kílóa hlunka bátasímar sem sumir erfðu frá foreldrum sínum, geisladiskar voru nýjung, tóku við af plötum og einhvers staðar úti í hinum ameríska heimi var til sjónvarpsstöð sem hét MTV. (Eða öllu heldur, því látlausa nafni Music Television.) Stöðin hóf útsendingar þann 1. ágúst 1981 og var þá aðalmarkmið sjónvarpsstöðvarinnar að sýna tónlistarmyndbönd – sem þessir sömu sumir ólust upp við. Heimurinn var semsé að opnast.

(Þess ber að geta að við Íslendingar, ævinlega með puttann á púlsinum, vorum þarna skrefum á undan forsvarsmönnum MTV en tónlistar- þátturinn Skonrokk fór í loftið hjá Ríkissjónvarpinu a.m.k. tveimur árum áður undir stjórn Þorgeirs Ástvaldssonar, fjölmiðlamannsins víðfræga.)

Dæmi um samstæðan velúrgalla sem situr afar neðarlega á mjöðmunum.
Rótgrónar stjörnur framtíðar

Nú, Xennials ólust því upp með annan fótinn í forinni og hinn á barmi framtíðar og voru fyrst um sinn sem blómi í eggi. Unglingsárin hófust síðar en þau gera í dag, flestir gagnfræðaskólanemar hófu daginn á snúsnú og joggingbuxur þóttu heitar. Sumir voru djarfiri og mættu í rifnum gallabuxum og heitasta dressi Vinnufatabúðarinnar þess tíma – fighter-jakka og hermannaskóm. Er leið á unglingsárin og heimurinn opnaðist enn frekar, hóf þó þessi milda stilling jafnvægis að bresta.

Plokkaðar augabrýr, brúnn varablýantur, hvítur eða silfurblár eyeliner, mjaðmabuxur þar sem nærfatnaður var togaður vel upp fyrir strenginn, keðja um mittið, naflahringur, magabolir, plastföt, pils yfir buxur, þykkar strípur í hárið, Buffalo skór, samstæð velúr-íþróttaföt

Ungdómurinn í dag

Svona má lengi telja ýmist misvel lukkað, enda margt sem kemur upp í hugann. Sem er allt gott og blessað á sinn hátt, barns síns tíma. Eða hvað? Erum við ekki vön því að tískan fari í hringi? Héldum við kannski að þessi ólukkulega gleði þeirra sem nutu sín hvað best í kringum aldamótin myndi bara aldrei birtast á ný? Það mátti vona.

Nú er því miður annað komið á daginn. Greinarhöfundur á t.a.m. barn sem er að stíga sín fyrstu skref inn í unglingsárin, nú nýlega þrettán ára. Barn sem hefur alla tíð verið vel gyrt og settlegt en rigsar nú um í lágum mjaðmabuxum fatamerkisins True Religion (sem jú, var akkúrat stofnað árið 2002) gyrðir hins vegar nærfatnaðinn helst til vel, notar hvítan eyeliner og klæðist magabolum. Með rave tónlist í eyrunum. (Reyndar ekki með ferðageislapilara frá Sony heldur AirPods Pro.)

Í framhaldinu sér móðirin fyrir sér að næstu skref þessa tískugjörnings verði samsetning kjóla yfir buxur, þykkar strípur í hárið og plastfatnaður. Nú eða velúrfatnaður merkja á borð við Juicy Couture og Buffalo skór, með tónlist Britney Spears í eyrunum og
naflahring. Guð hjálpi oss.

Skylt efni: tíska

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...

Skaði asparglytta myndaður með dróna
Líf og starf 29. maí 2023

Skaði asparglytta myndaður með dróna

Rannsóknarsvið Skógræktarinnar á Mógilsá verður með spennandi verkefni í sumar, ...

Vakta gróður og jarðveg
Líf og starf 26. maí 2023

Vakta gróður og jarðveg

Landgræðslan stóð fyrir opnum kynningar- og samráðsfundi um verkefnið GróLind í ...

Fundarhamar úr peruvið
Líf og starf 25. maí 2023

Fundarhamar úr peruvið

Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evróp...

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti
Líf og starf 24. maí 2023

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti

Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum...

Fjárfestingarátak fyrir ung og lítt þróuð félög
Líf og starf 24. maí 2023

Fjárfestingarátak fyrir ung og lítt þróuð félög

Nýsköpunarsjóður hefur hafið fjárfestingarátak fyrir félög sem komin eru skammt ...

Breskur vélaiðnaður sem lifir enn
Líf og starf 24. maí 2023

Breskur vélaiðnaður sem lifir enn

Bændablaðinu var boðið að skoða höfuðstöðvar JCB í Staffordskíri á Englandi. JCB...

Gamla kirkjan nýtt sem svíta
Líf og starf 24. maí 2023

Gamla kirkjan nýtt sem svíta

Mánudaginn 15. maí opnaði Hótel Blönduós dyr sínar á nýjan leik eftir gagngerar ...