Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikill fjöldi Íslendinga hefur síðustu vikur spilað bridds á blómaeyjunni Madeira. Þar á meðal hinir brosmildu Sigurður Steingrímsson og Sigurður Skagfjörð Ingimarsson.
Mikill fjöldi Íslendinga hefur síðustu vikur spilað bridds á blómaeyjunni Madeira. Þar á meðal hinir brosmildu Sigurður Steingrímsson og Sigurður Skagfjörð Ingimarsson.
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áhuga á íþróttinni og margs konar kynningarstarfi

Hann hefur sem dæmi margoft hjálpað til við beinar útsendingar á netinu þegar viðureignir standa yfir. Þá leyfir Stefán briddsáhugafólki reglulega að fylgjast með ævintýrum sem hann ratar í við briddsborðið og segja sumir að kenna megi þingeyskt blóð Stefáns, nokkuð heitt á köflum, af áræði og kröfum sem hann gerir til sjálfs sín í spilinu góða.

Stefán var á meðal rúmlega 100 Íslendinga sem lögðu leið sína á árlegt stórmót á Madeira sem nú er nýlokið. Telst umsjónarmanni briddsþáttar Bændablaðsins svo til að aldrei hafi fleiri Íslendingar ferðast suður til portúgölsku blómaeyjunnar til að taka í spil. Og strax á fyrsta keppnisdegi í tvímenningnum gerðust mikil undur. Stefán fékk spil norðurs sem sjást á stöðumyndinni sem hér fylgir – og haldið ykkur nú fast!

Það eru ekki allir sem upplifa að fá 12 slagi á hendi í bridds, enda lýsir Stefán gjöfinni þannig að norðurspilin séu slagaríkasta hönd sem hann hefur nokkru sinni fengið á ferlinum.

„Ég sat í þriðju hönd í norður með þetta 9-4 skrímsli,“ segir Stefán, „og var að velta fyrir mér hvort væri rétt að opna á einu laufi, tveimur laufum (yfirsterkum) eða sex laufum.“

En þá opnaði makker hans á tveimur hjörtum sem lofuðu sexlit í hjarta og 10-13 punktum. 

Það er stundum þannig að þegar maður fær nánast of góð spil eins og í þessu dæmi verður sagna ekki minnst í árþúsund.

Eftir opnun á tveimur hjörtum gat Stefán meldað rólega 3 lauf, eðlilega kröfusögn. Makker hans tók undir laufið. Eftir það var leiðin greið í 7 lauf.

Um 40 borð af 140 náðu alslemmunni.

Skylt efni: bridds

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...