Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Líf og starf 6. desember 2018

Tilgangurinn að sækja sauðnaut og efla byggðir á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mótorbáturinn Gotta VE 108 fór til Grænlands árið 1929 með ellefu manna áhöfn. Tilgangurinn var að fanga sauðnaut, sem ætlað var að yrðu vísir að nýrri búgrein á Íslandi.

Í bókinni Grænlandsför Gottu segir höfundurinn og útgefandinn, Halldór Svavarsson, frá ferðinni þar sem skipshöfnin lenti oft í mikilli hættu og hremmingum, þar sem lítið mátti út af bregða.

Ferðin heppnaðist að mestu leyti vel og voru nautin höfð almenningi til sýnis á Austurvelli í Reykjavík. Þrátt fyrir að lítið yrði úr áformum um sauðnautaeldi á Íslandi.

Halldór, sem er úr Vestmanna­eyjum, segist muna eftir Gottu sem fiskibát frá því að hann var strákur og hann segist hafa heyrt talað um Grænlandsferðina en vissi lítið um hvað hún snerist. „Ég er grúskari í eðli mínu og rakst löngu síðar á grein um ferðina í Ársriti Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, Blik, sem vakti áhuga minn. Í framhaldi af því fór ég að skoða heimildir um ferðina og grafa upp meira af upplýsingum. Ég fór á öll söfn sem ég taldi að gætu geymt upplýsingar um ferðina og leitaði fanga auk þess sem ég talaði við alla niðja þeirra sem fóru í ferðina og safnaði ljósmyndum sem teknar voru í ferðinni og tengdust henni. Á meðan á upplýsingaöfluninni stóð fann ég fyrir talsverðum áhuga á ferðinni.

Tilgangur ferðarinnar var að sækja til Grænlands sauðnaut og flytja þau til Íslands og efla þannig byggð í landinu þar sem hún var að leggjast af. Eldið tókst ekki sem skyldi og að mínu mati aðallega vegna vanþekkingar.

Smám saman skýrðist myndin og þekkingin jókst og á endanum ákvað ég að taka efnið saman og gefa það út í bók.“ 

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...