Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Glóbrystingur á safnkassa en fuglar eru duglegir að sækja í kassana.
Glóbrystingur á safnkassa en fuglar eru duglegir að sækja í kassana.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 23. mars 2022

Þjóðminjasafnið og jarðgerð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjöldi fólks hefur á undanförnum árum byrjað að umbreyta lífrænum úrgangi í næringarríkan jarðveg eða moltu með ýmsum aðferðum. Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands hefur nú sent út spurningaskrá sem ber heitið „Jarðgerð/moltugerð lífræns úrgangs“.

Spurningaskránni er ætlað að safna upplýsingum um moltugerð eða jarðgerð lífræns úrgangs á Íslandi. Leitað er til þeirra sem eru að jarðgera lífrænan úrgang til að draga lærdóm af reynslu þeirra. Hvað fékk þig til að fara að jarðgera lífrænan úrgang, hvernig hefur það reynst þér og hvaða áhrif hefur það haft? Hvaða viðhorf liggja að baki? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Spurningaskráin er hluti af rannsóknarverkefninu „Samlífi manna og örvera í daglega lífinu“.

Verkefnið beinir sjónum að því hvernig þetta samlífi mótast í daglegum athöfnum fyrr og nú, með áherslu á jarðgerð og matargerð. Verkefnið leiðir saman vísindafólk af ólíkum sviðum til að rannsaka hvernig menningarlegt, líffræðilegt og félagslegt samhengi mótar lifandi „kúltúr“. Markmiðið er að móta nýtt sjónarhorn á samspil manneskja og örvera og vísa veginn í átt að sjálfbærari framtíð. Spurningaskrána má finna hér: Sarpur - Jarðgerð/moltugerð lífræns úrgangs.

Skylt efni: Jarðgerð | moltugerð

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...