Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Mynd / Heimir Hoffritz
Líf og starf 23. september 2024

Þjóðbúningamessa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sigrún Pétursdóttir

Þjóðbúningamessur hafa verið haldnar hérlendis við hátíðleg tækifæri undanfarin ár, minnisvarði þess er kirkjugestir mættu prúðbúnir til messu.

Íslendingar fyrr á tímum unnu langa og stranga vinnudaga sem gekk oft nærri, bæði til líkama og sálar. Sunnudaginn var þó reynt að halda heilagan, en þá klæddist fólk upp á og hélt til messu. Margir áttu til þess tilefnis peysuföt, upphlut eða ullarbuxur og treyju, fatnað sem oft gekk í arf, en þjóðbúninga var gætt vandlega með það í hug að hægt væri að nýta frá kynslóð til kynslóðar.

Fyrsta sunnudaginn í október verður haldin þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju í Flóahreppi og kaffi á eftir. Sér kirkjan um veigar en eru gestir beðnir um að taka með sér bakkelsi sem hægt er að deila með öðrum. Mun sr. Guðbjörg Arnardóttir leiða messuna, organisti verður Guðmundur Eiríksson og kór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngur. Fer messan fram klukkan 14 og fólk hvatt til að mæta í íslenskum þjóðbúningum.

Skylt efni: þjóðbúningar

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...