Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sumarið var gjöfult en stöðugt þarf að vakta tófuna
Líf og starf 16. febrúar 2015

Sumarið var gjöfult en stöðugt þarf að vakta tófuna

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Æðarbændurnir Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Björgvin Sveinsson í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði eru með eitt stærsta æðarvarpið í firðinum eða um 1.200 til 1.300 kollur. Gekk æðarvarpið mjög vel á síðastliðnu sumri og afraksturinn góður. 
 
Björgvin segir að þau hjón hafi hætt kúabúskap fyrir nokkrum árum en séu nú með nokkrar kindur svona meira til að sýnast. Annars stundi þau bæði vinnu utan búsins, Sólveig Bessa vinnur hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Björgvin er verktaki og vinnur m.a. fyrir Vegagerðina auk þess að stunda leigubíla- og rútuakstur.
 
Þau eru nú að huga að því að koma upp aðstöðu þannig að veita megi ferðamönnum aðgengi að varpinu. 
 
Æðarvarp í stað kúabúskapar
 
Í innri-Hjarðardal var kúa­búskapur, en svo er ekki lengur.
„Við hættum með kýrnar og erum nú bara með æðarvarpið og þessar kindur. Síðan erum við líka að sinna ferðamönnum á sumrin.“
 
− Hvernig var æðar­varpið í fyrrasumar?
„Það var mjög gott og heldur aukning hjá okkur í varpinu á meðan það fækkaði hjá öðrum. Ég held að varnirnar eigi sinn þátt í því, en við erum stanslaust á ferðinni allar nætur og allan tímann sem varpið stendur yfir. Ég er þá með byssuna en það er mikið af tófu og ekkert lát virðist vera á stofninum. Við erum líka svolítið stífir hér í vetrarveiði því sá refur sem er skotinn á vetri eignast ekki afkvæmi. Það er samt af nógu að taka því tófan er með greni út með öllum fjörðum þar sem við náum ekki til hennar.“ 
Þar sem  Björgvin er vanur refaveiðum og á vaktinni allar nætur á vorin hafa aðrir æðarbændur líka fengið hann til að fylgjast með varpinu hjá sér. 
Björgvin segir að í varpinu hjá þeim, sem er reyndar mjög þéttsetið, séu um 1.200 til 1.300 æðarkollur. Síðan eru nokkur vörp innar í Önundarfirðinum. Hann segir að þau njóti þess í Innri-Hjarðardal að snjó taki yfirleitt fljótt  af hjá þeim sem getur skipt sköpum fyrir varpið. 
 
Drottning í 30 kinda hópi
 
Bændablaðinu áskotnaðist skemmti­­leg mynd af Björgvini með elstu kindinni á bænum fyrir nokkru. Þótti vel við hæfi að spyrja hann út í þessa fallegu kind. 
„Hún er kölluð Drottningin þar sem hún er elsta ærin okkar. Hún kemur alltaf til að fá klapp þegar maður kemur í fjárhúsið. Þar sem við erum með svo fáar kindur eru þær allar handvanar og koma hlaupandi til manns þegar maður birtist.
Drottningin er að verða sex vetra, en hún hefur ekki alltaf verið svona blíðlynd. Það kom út af því að það þurfti að venja undir hana lamb og meðan lambið saug þá var kindinni strokið um hausinn til að róa hana. Þetta fannst henni svo gott að það varð að vana og síðan hefur hún alltaf komið hlaupandi til manns.
Annars erum við bara með 30 kindur og erum aðallega með þær til að hafa eitthvað að gera þegar við erum í smölun annað en að reka fé annarra. Það er svona meira til að vera með og fyrir fjörið, en þetta borgar sig engan veginn,“ segir Björgvin.

9 myndir:

Skylt efni: æðarvarp

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...