Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, bændur á Karlsstöðum.
Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, bændur á Karlsstöðum.
Mynd / úr einkasafni
Líf og starf 17. október 2019

Stunda blandaðan búskap með menningartengda ferðaþjónustu og matvælavinnslu

Höfundur: smh
Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler búa á Karls­stöðum í Berufirði og stunda þar blandaðan búskap með menningu, matvælaframleiðslu og ferða­þjónstu undir vörumerkinu Havarí. 
 
Svavar Pétur er kunnur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló og saman standa þau að margvíslegri starfsemi heima á bæ; meðal annars matvælavinnslu og menningartengdri ferða­þjónustu. Bulsur, grænmetispylsurnar þeirra, hafa tryggt sig í sessi á Íslandi og nýjasta afurð þeirra eru snakkflögurnar Bopp, sem er poppað bankabygg. 
 
Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum og matvælaframleiðandi, með Boppið – nýjustu afurð sína. 
 
Hafa prófað ýmislegt
 
Þau Svavar Pétur og og Berglind hafa reyndar prófað ýmislegt þegar kemur að grænmetisrækt og vinnslu á því. 
 
„Síðan við hófum búskap á Karlsstöðum árið 2014 höfum við stundað ýmiss konar ræktun á káli og rótargrænmeti. Um tíma framleiddum við nokkrar tegundir af snakki úr rófum, kartöflum og grænkáli en sú framleiðsla reyndist því miður mannaflsfrek og óarðbær. Þannig að við héldum áfram tilraunum með ný hráefni og vinnsluaðferðir. Markmiðið var alltaf að búa til snakk sem innihéldi nær eingöngu íslensk hráefni enda fannst okkur snakkhillur verslana skorta vörur úr íslensku hráefni,“ segir Svavar Pétur.  
 
„Sú vinna leiddi af sér þá vöru sem við kynnum nú til sögunnar en það er poppað bankabygg sem við köllum Bopp. Þetta er ekki ósvipað hrískökum en í staðinn fyrir hrísgrjón notum við lífrænt bankabygg frá Vallanesi sem er hágæða hráefni og einstaklega bragðgott. Boppið er svo saltað með vestfirsku sjávarsalti frá Saltverki. Þetta er því algjörlega íslensk landbúnaðarafurð – og lífrænt vottuð í þokkabót.
 
Hér var lítið fjós sem við tókum í gegn og breyttum í matvælavinnslu. Þar er Boppið framleitt,“ bætir Svavar Pétur við.
 
Ferðaþjónustan blómstrar
 
Að sögn Svavars Péturs er ferðaþjónustan á Karlsstöðum í miklum blóma.
 
„Hún vex ár frá ári. Við lögðum útihúsin undir gistingu og veitingaþjónustu og traffíkin er góð frá vori fram á haust. Við brjótum svo sumarið upp með menningardagskránni Sumar í Havarí sem hefur fætt af sér marga fjölbreytta viðburði og trekkir að fólk hvaðanæva að. Hér hafa verið haldin gallhörð sveitaböll, kabarettsýningar og bíó – og allt þar á milli. Á veturna drögum við fyrir og erum með annan fótinn í ýmsum verkefnum fyrir sunnan, en Boppið er framleitt á Karlsstöðum allt árið um kring.“
 
Bulsurnar í sókn
 
Margir þekkja grænmetis­pylsurnar Bulsur sem Havarí hefur framleitt frá 2013. Svavar segir áhugann hafa vaxið ár frá ári.
 
„Áhugi á grænkerafæði er mikill og margir neytendur velja auk þess Bulsurnar fram yfir aðrar sambærilegar vörur til að minnka kolefnissporið en þær innihalda að megninu til íslenskt bankabygg, líkt og Boppið. Það eru tímamót hjá Bulsunum um þessar mundir en Norðlenska ætlar að taka að sér framleiðslu á þeim. Það er mjög spennandi að fara með Bulsurnar norður enda er norðlensk framleiðsla framsækin og í miklum blóma,“ segir Svavar Pétur. 
 
Spurður hvort eitthvað fleira sé í matvælapípunum hjá þeim, segir hann: „Það verður gaman að sjá hvort Bulsurnar geti af sér einhver afkvæmi þegar þær fara norður.“ 
Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...

Þýzka stálið
Líf og starf 24. nóvember 2023

Þýzka stálið

Bændablaðið fékk til prufu dráttarvél af þriðju kynslóð 300 línunnar hjá Fendt s...

Konunglegur smjörkálskjóll
Líf og starf 22. nóvember 2023

Konunglegur smjörkálskjóll

Á tískuviku Lundúnaborgar nú í september vakti athygli sjálfbær tíska hönnuðanna...

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum
Líf og starf 21. nóvember 2023

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum

Nemendur í blómaskreytingum hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru ásamt kennurum o...

Fjáreigendafélag Reykjavíkur  er menningarverðmæti
Líf og starf 16. nóvember 2023

Fjáreigendafélag Reykjavíkur er menningarverðmæti

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bók dr. Ólafs Dýrmundssonar Sauðfjárh...

Málgagnið finnst víða
Líf og starf 15. nóvember 2023

Málgagnið finnst víða

Hjörleifur Jóhannesson tók þessa skemmtilegu mynd af búðareiganda í Tam Duong í ...

Saumum nú jólaskraut
Líf og starf 15. nóvember 2023

Saumum nú jólaskraut

Í stjórn Íslenska bútasaums- félagsins sitja nokkrar mætar konur, en ein þeirra,...