Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 9. desember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að tileinka sér nýjan hugsanahátt og einnig læra meira á þá tækni sem er í kringum hann. Allar nýjar og mögulega betrumbættar aðferðir til vinnslu munu koma honum vel og setja hann skör framar en aðra. Happatölur 15, 3, 62.

Fiskurinn er afar tilfinningaríkur um þessar mundir og finnur þörf fyrir tjáningu af ýmsu tagi. Hann ætti að sleppa sinni innri listagyðju lausri og endurhlaða sjálfan sig með skapandi verkefnum á borð við skrif, mynd- eða tónlist. Nú er tíminn til að sleppa sér alveg! Happatölur 14, 8, 18.

Hrúturinn Hrúturinn er fullur eldmóðs og handviss um að honum takist að fullvinna þau verkefni og ná þeim markmiðum sem hann hefur sett sér. Það er því ekki um annað að ræða en fara „full in“ og klára þau skref sem þarf án þess að óttast að taka áhættu. Happatölur 1, 13, 73.

Nautið á von á fjárhagslegum ávinningi hvort sem er í lottóspili eða við nýjar fjárfestingar. Nautið ætti að gæta þessa auðs vel og passa að eyða ekki í vitleysu, heldur sofa með peningana undir koddanum. Það verður til þess að fjárhagsleg staða hans mun tvíeflast.

Tvíburinn þarf aðeins frekar en aðrir á félagslegri tengingu að halda. Honum þykir þó fólkið í kringum sig orðið heldur leiðigjarnt og hætt að hlæja að bröndurunum hans ... og því ekki seinna vænna en að skrá sig á námskeið og kynnast nýju fólki. Happatölur 15, 32, 5.

Krabbinn þarf að gefa sér tíma til að finna rótarstöðina sína, kjarna sig eða sína innri ró. Ró í hjarta gefur krabbanum tækifæri til að opna hjarta sitt betur en ella, en sterkar tilfinningar eru á sveimi og því þarf hann að geta tekið á móti þeim á yfirvegaðan hátt. Happatölur 3, 17, 23.

Ljónið Sköpunargáfa ljónsins blómstrar um þessar mundir bæði í starfi og heima við. Ljónið nýtur þess að vera í sviðsljósinu og ætti að dunda sér við að finna nýjar leiðir til þess að vekja athygli. Það hefur heilmargt til brunns að bera og er fjölhæfara en margur. Happatölur 67, 57, 2.

Meyjan þarf að taka vel eftir smá- atriðunum og gæta þess að hlaupa ekki á sig þegar mikið liggur við. Kapp er best með forsjá, það veit hún manna best, en nú, næstu daga, þarf hún sérstaklega að hafa augun hjá sér. Gleðitíðindi eru í vændum. Happatölur 3, 45, 87.

Vogin þarf að koma jafnvægi á líf sitt því henni hættir til að brenna kertið í báða enda. Félagslífið er henni lífsnauðsynlegt og fjölskyldan líka, en einhvers staðar þurfa mörkin að vera. Henni er ráðlagt að hugsa vel um sig, staldra við og anda djúpt. Happatölur 25, 22, 80.

Sporðdrekinn Nú er frábær tími fyrir sporðdrekann til þess að byggja upp traust í sínum nánasta hring og hafa hemil á skapsmunum sínum. Nú standa stjörnurnar þannig að náin tengsl geta myndast og erfið málefni sem áður gengu miður er hægt að greiða eitthvað úr. Happatölur 5, 3, 12.

Bogmaðurinn kitlar eitthvað í tærnar um þessar mundir. Ævintýraþráin hefur gripið hann sterkt og eru ferðalög eða breytingar á sjóndeildarhringnum. Bogmaðurinn ætti að láta eftir sér að kynnast hinu ókunna og stíga skref út fyrir þægindarammann. Happatölur 65, 44, 81.

Steingeitin hefur (að venju) mikla þörf fyrir skipulag og áætlanir, nú enn meira en áður. Lukkan leikur við hana því nú er góður tími til að setja sér langtímamarkmið og móta með sér þau skref sem þarf að taka svo markmiðin rætist. Nýir tímar og áætlanir eru af hinu góða. Happatölur 2, 11, 8.

Skylt efni: stjörnuspá

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...