Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í snoturri umgjörð norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skiltum þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar frá öndverðu.
Í snoturri umgjörð norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skiltum þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar frá öndverðu.
Mynd / Ásdís Helga Bjarnadóttir
Líf og starf 2. september 2021

Stiklað á sögu höfuðbólsins og kirkjustaðarins frá öndverðu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sögusvið Valþjófsstaðar á Fljótsdal, sem er  rétt utan við kirkjuna, var afhjúpað í liðinni viku. Í snoturri umgjörð norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skiltum þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar frá öndverðu.

Hjörleifur Guttormsson hafði frumkvæði að þessu verkefni og tók saman sögulegan fróðleik um staðinn. Hann fékk til liðs við sig kirkjugarðaráð og Fljótsdalshrepp sem styrktu verkefnið bæði með ráðgjöf og myndarlegu fjárframlagi. Auk þess styrkti Brunabót verkefnið. Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá kirkjugarðaráði, hannaði svæðið og fylgdi eftir framkvæmdum. Birgir Axelsson hjá Brústeini hlóð upp sviðið.

Liður í undirbúningi verksins var könnun með jarðsjá á útlínum hins forna kirkjugarðs. Innan sviðsins hefur verið komið fyrir þremur grafarmörkum frá 19. öld.

Gestir skoða eitt af skiltunum sem komið hefur verið fyrir á sögusviðinu.

Valþjófsstaðarhurðin

Valþjófsstaður er fornt höfuðból og kirkjustaður, þar hefur verið kirkja frá því á 13. öld.  Þaðan er hin þekkta Valþjófsstaðarhurð sem varðveitt er á Þjóðminjasafni. Hún er einnig frá 13. öld með miklum útskurði í rómönskum stíl þar sem er að finna þekkt miðaldaminni. Hurðin var á kirkjunni á Valþjófsstað til ársins 1851. Núverandi kirkja á Valþjófsstað er frá árinu 1966.

Veðrið skartaði sínu fegursta þegar sviðið var formlega opnað. Flutt voru áhugaverð erindi og ávörp við athöfnina og rómað ketilkaffi og kleinur í boði sóknarnefndar á eftir.

Þessir komu við sögu við opnun sögusviðs Valþjófsstaðarkirkju, frá vinstri eru Birgir Axelsson skrúðgarðyrkjumeistari, Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og Hjörleifur Guttormsson.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 15. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...