Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
William Óðinn og Gréta Mjöll einsetja sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru í nafni LeFever Sauce co.
William Óðinn og Gréta Mjöll einsetja sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru í nafni LeFever Sauce co.
Mynd / MHH
Líf og starf 5. september 2022

Sósufjölskylda á Djúpavogi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hjónin William Óðinn LeFever og Gréta Mjöll Samúelsdóttur búa á Djúpavogi og framleiða þar sterkar sósur í nafni fyrirtækisins LeFever Sauce co.

Framleiðsla þeirra hófst árið 2018 á einni sósu með ákveðinni bragðtegund en í dag eru sósurnar orðnar fimm sem heita Bera, Dreki, Alvör, Jaxl og Skass. Þær eru m.a. seldar í verslunum Krónunnar og völdum verslunum Hagkaups.

„Það gengur bara ofboðslega vel hjá okkur og brjálað að gera. William Óðinn var bara einn í þessu til að byrja með því ég starfaði sem atvinnu- og menningarfulltrúi Djúpavogs en nú er ég búin að segja upp þeirri vinnu og er komin á fullt með manninum mínum í sósurnar,“ segir Gréta Mjöll.

Þau eru einnig að framleiða tvær aðrar vörur í krukkum, Pikklað chili og Lefever sinnep, sem er gert úr kryddleginum sem fellur til við gerð Dreka. „Það er frábært að vera með fyrirtæki eins og okkar á Djúpavogi. Hér eru allir í sama liði og vörurnar okkar eru komnar víða á veitingastaði á staðnum og á stöðum í næsta nágrenni. Við eigum örugglega eftir að setja fleiri vörur á markað, það er alltaf eitthvað nýtt í pípunum,“ segir Gréta Mjöll.

Skylt efni: matvælaframleiðsla

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...