Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
William Óðinn og Gréta Mjöll einsetja sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru í nafni LeFever Sauce co.
William Óðinn og Gréta Mjöll einsetja sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru í nafni LeFever Sauce co.
Mynd / MHH
Líf og starf 5. september 2022

Sósufjölskylda á Djúpavogi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hjónin William Óðinn LeFever og Gréta Mjöll Samúelsdóttur búa á Djúpavogi og framleiða þar sterkar sósur í nafni fyrirtækisins LeFever Sauce co.

Framleiðsla þeirra hófst árið 2018 á einni sósu með ákveðinni bragðtegund en í dag eru sósurnar orðnar fimm sem heita Bera, Dreki, Alvör, Jaxl og Skass. Þær eru m.a. seldar í verslunum Krónunnar og völdum verslunum Hagkaups.

„Það gengur bara ofboðslega vel hjá okkur og brjálað að gera. William Óðinn var bara einn í þessu til að byrja með því ég starfaði sem atvinnu- og menningarfulltrúi Djúpavogs en nú er ég búin að segja upp þeirri vinnu og er komin á fullt með manninum mínum í sósurnar,“ segir Gréta Mjöll.

Þau eru einnig að framleiða tvær aðrar vörur í krukkum, Pikklað chili og Lefever sinnep, sem er gert úr kryddleginum sem fellur til við gerð Dreka. „Það er frábært að vera með fyrirtæki eins og okkar á Djúpavogi. Hér eru allir í sama liði og vörurnar okkar eru komnar víða á veitingastaði á staðnum og á stöðum í næsta nágrenni. Við eigum örugglega eftir að setja fleiri vörur á markað, það er alltaf eitthvað nýtt í pípunum,“ segir Gréta Mjöll.

Skylt efni: matvælaframleiðsla

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...