Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Það var margt um manninn í réttunum í stilltu og fallegu veðri. Réttir eru alltaf mikil mannamót og gaman að sjá hvað margir klæðast íslenskum lopapeysum.
Það var margt um manninn í réttunum í stilltu og fallegu veðri. Réttir eru alltaf mikil mannamót og gaman að sjá hvað margir klæðast íslenskum lopapeysum.
Mynd / MHH
Líf og starf 16. september 2021

Smalað í Hrútatungurétt

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrstu haustréttir landsins fóru fram laugardaginn 4. september og standa nú réttir sem hæst yfir víða um land. 

Hrútatungurétt í Hrútafirði var ein af þeim réttum sem réttað var í 4. september. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum og komu lömbin vel holduð og falleg af fjalli. 

Magnús Hlynur Hreiðarsson var í réttunum og tók meðfylgjandi ljósmyndir.

Bændur voru ánægðir með það hvað lömbin komu falleg af fjalli.

Kvenfélag Staðarhrepps sá um kaffiveitingarnar í réttarhléinu af sínum myndarskap.

Það er mjög mikilvægt að skoða mörkin vel þannig að kindurnar fari nú örugglega í réttan dilk.

Það á að vera gaman og það er gaman í réttum. Hér að ofan er Anna Björk Björgvinsdóttir að draga fyrir Þóroddsstaði.

Stundum þarf að bera lömbin í dilkana sína, hér hefur Sigurbjörg Þorsteinsdóttir á Reykjum brugðið á það ráð.

Ómar Elí Fannarsson, sjö ára, var að fara í sínar fyrstu réttir. Honum fannst ótrúlega gaman í réttunum og fékk stundum aðstoð ömmu sinnar við að draga.

Áburður á norðausturhornið
Líf og starf 20. maí 2022

Áburður á norðausturhornið

Bændur hafa undanfarið verið í óða önn að bera áburð á tún sín, sumir eru enn að...

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum
Líf og starf 17. maí 2022

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum

Tjörvi Bjarnason er kunnur af störfum sínum í útgáfu- og kynningarmálum fyrir Bæ...

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar a...

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi
Líf og starf 13. maí 2022

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi

Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í b...

Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi and...

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára
Líf og starf 9. maí 2022

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára

Ungmennasamband Eyja­fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Lauga...

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum
Líf og starf 4. maí 2022

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum

Lyfjafræðingurinn og sinneps­framleiðandinn Svava Hrönn Guðmundsdóttir er nýr fo...

Skeifudagurinn haldinn eftir tveggja ára hlé
Líf og starf 2. maí 2022

Skeifudagurinn haldinn eftir tveggja ára hlé

Það var gleðilegt að geta haldið Skeifudaginn með pompi og pragt eftir tveggja á...