Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Börn heilsa upp á geitur á Beint frá býli-deginum í fyrra.
Börn heilsa upp á geitur á Beint frá býli-deginum í fyrra.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 27. maí 2024

Smáframleiðendur endurtaka daginn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Eftir vel heppnaðan dag helguðum Beint frá býli í fyrra mun félagið endurtaka leikinn í ár.

Þá munu gestgjafar hringinn í kringum landið bjóða heim á lögbýlin sín til að kynna og selja vörur smáframleiðenda.

Beint frá býli dagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í fyrra. Tilefnið var fimmtán ára afmæli félagsins, en tilgangurinn var að kynna íbúum starfsemi heimavinnsluaðila á lögbýlum og byggja upp tengsl milli þeirra. Dagurinn var haldinn á sex lögbýlum hringinn í kringum landið, einu í hverjum landshluta.

„Á býli gestgjafanna söfnuðust saman aðrir framleiðendur af lögbýlum úr landshlutanum til að kynna og selja sínar vörur. Ýmis afþreying var í boði til viðbótar við það sem býlin sjálf höfðu upp á að bjóða og var dagurinn sérlega barnvænn. Afar góð mæting var í öllum landshlutum og almennt mikil ánægja,“ segir í tilkynningu frá samtökunum en skipuleggjendur áætla að 3–4.000 manns hafi lagt leið sína á bæina samanlagt. Því var ákveðið að gera daginn að árlegum viðburði.

Beint frá býli-dagurinn verður aftur haldinn sunnudaginn 18. ágúst. Öllum þeim ríflega 200 framleiðendum sem eru í Samtökum smáframleiðenda matvæla, sem Beint frá býli er aðildarfélag að, verður boðið að taka þátt, en ríflega helmingur þeirra er á lögbýlum að því er fram kemur í tilkynningunni.

„Gestgjöfunum hefur verið fjölgað úr sex í sjö, þar sem í ár verða tveir á hinu víðfeðma Suðurlandi. Á Suðurlandi eystra verður gestgjafinn Háhóll geitabú á Hornafirði. Á Suðurlandi vestra Hreppamjólk í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Á Vesturlandi verður gestgjafinn Grímsstaðaket á Grímsstöðum í Borgarbyggð. Á Vestfjörðum verður gestgjafinn Húsavík á Ströndum, en hátíðin verður sameinuð Hrútaþukli og verður því haldin á Sauðfjársetrinu Sævangi sem er rétt hjá. Á Norðurlandi vestra verður gestgjafinn Brúnastaðir í Fljótum í Skagafirði og á Norðurlandi eystra Svartárkot í Bárðardal.

Á Austurlandi verður gestgjafinn Sauðagull á Egilsstaðabúinu í Fljótsdal, í samstarfi við Óbyggðasetrið sem er staðsett á býlinu.“

Skylt efni: smáframleiðendur

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...