Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skriðuföll, fárviðri og farskóli
Líf og starf 13. júlí 2022

Skriðuföll, fárviðri og farskóli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýlega kom fyrir sjónir fólks tímaritið Heimaslóð sem gefið er út af Sögufélagi Hörgársveitar.

Þar birtist fjölbreytt efni sem á það sameiginlegt að tengjast sveitinni á einhvern hátt, bæði sögu þess og náttúru. Í ítarlegri grein er fjallað um skriðuföll í Hörgárdal árið 1390 sem hugsanlega urðu þess valdandi að hinn forni verslunarstaður að Gásum lagðist af. Sagt er frá einu af mörgum fárviðrum sem geisað hafa í Barkárdal í gegnum árin og í annarri grein eru veðurlýsingar og myndir af flóðum í ám og lækjum sem urðu í Hörgárdal á síðastliðnu sumri. Saga farskólakennslu í Glæsibæjar-, Öxnadals- og Skriðuhreppi er rakin, sem að hluta er byggt á viðtölum við einstaklinga sem upplifðu þetta skólahald. Sagt er frá lífshlaupi konu sem ekki var hátt skrifuð í samfélaginu og var til heimilis á yfir þrjátíu bæjum á ríflega fimmtíu ára æviferli.

Í ritinu er birtur fyrsti hluti Möðruvallatíðinda Bjarna E. Guðleifssonar, upphafsmanns og lengst af ritstjóra Heimaslóðar. Rakin er saga vegagerðar í vestan- og neðanverðum Hörgárdal og rifjaðar eru upp símhringingar meðan gamli, góði sveitasíminn var við lýði. Fleiri stuttar greinar eru í ritinu og finna má kveðskap eftir höfunda úr byggðarlaginu eða sem tengist því á einn eða annan hátt.

Með útgáfu Heimaslóðar vill Sögufélag Hörgársveitar leggja lið varðveislu fróðleiks af svæðinu og gera hann aðgengilegan yngri kynslóðum. Þess má geta að ritið er nú í fyrsta skipti prentað í lit sem gefur því líflegra yfirbragð.

Skylt efni: Bækur

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...