Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Leikarar, leikstjóri og hluti starfsfólks sýningar.
Leikarar, leikstjóri og hluti starfsfólks sýningar.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 10. október 2022

Skilaboðaskjóðan sett á svið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ævintýri Skilaboðaskjóðunnar þekkja margir, en hana hafa margir kynnst, bæði í formi bókar Þorvaldar Þorsteinssonar sem útgefin var árið 1986 en líka á sviðum leikhúsanna, þá helst sem vinsælum söngleik.

Þorgrímur Svavar Runólfsson, eða Stóri dvergur, Kristín Björg Emanúelsdóttir í hlutverki Mjallhvítar og Ásta Ólöf Jónsdóttir sem Dreitill skógardvergur.

Sagan segir frá þeim Putta og Möddumömmu, búsettum í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Putta verður rænt af nátttrölli sem sér fyrir sér að breyta honum í tröllabrúðu en íbúar skógarins sameinast þá um að bjarga honum fyrir sólsetur, sem er eins og vitað er, örlagaríkur tími.

Einhverjir vankantar eru á áætluninni þegar nornin, úlfurinn og stjúpan vilja ekki vera með og þá eru góð ráð dýr. Þetta er spennandi og hjartfólgið ævintýri sem nú birtist á fjölunum í Miðgarði* og á erindi við bæði börn og fullorðna.

Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, eða Möddumamma, og Haraldur Már Rúnarsson sem Snigill njósnadvergur.

Leikarar eru þrettán talsins í 18 hlutverkum, en alls koma um 35 manns að sýningunni. Höfundur er, eins og áður sagði, Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur tónlistar Jóhann G. Jóhannsson og leikstjóri er Pétur Guðjónsson.

Miðasalan hófst 30. september (pantanir í síma 849-9434) og er einungis um fjórar sýningar að ræða svo panti nú hver sem betur getur!

Frumsýning miðvikudaginn 12. okt. kl.18:00 - Önnur sýning föstudaginn 14. okt. kl. 18:00 - Þriðja sýning laugardaginn 15. okt. kl. 14:00 og svo lokasýning sunnudaginn 16. okt. kl. 14:00.

*(Leikfélagið þurfti að gera breytingu á sýningarstað vegna framkvæmda í Bifröst og verður því, að þessu sinni, sýnt í Miðgarði í Varmahlíð)

Skylt efni: Áhugaleikhús

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...