Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Á Þrístöpum fór fram síðasta opinbera aftakan á Íslandi árið 1830. Afsteypa af öxinni er til sýnis á Þrístöpum.
Á Þrístöpum fór fram síðasta opinbera aftakan á Íslandi árið 1830. Afsteypa af öxinni er til sýnis á Þrístöpum.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Líf og starf 13. desember 2024

Skilaboð að handan um bein Agnesar og Friðriks

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Öxin, Agnes og Friðrik. Síðasta aftakan á Íslandi – aðdragandi og eftirmál, er heiti nýrrar bókar eftir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum í Húnabyggð.

Sagan af Agnesi Magnúsdóttur og Friðriki Sigurðssyni, og morðinu á Natani Ketilssyni á Illugastöðum á Vatnsnesi í V.-Húnavatnssýslu í mars 1828, hefur lifað með þjóðinni í bráðum tvær aldir.

Agnes og Friðrik voru hálshöggvin fyrir morðið á Natani og Pétri Jónssyni frá Geitaskarði hinn 12. janúar árið 1830. Þrístapar, þar sem aftakan fór fram, eru í landi Sveinsstaða, við norðurjaðar Vatnsdalshóla. Böðullinn, Guðmundur Ketilsson, var bróðir Natans.

„Ég var lengi bóndi á Sveinsstöðum í A.-Hún.,“ segir Magnús. „Á undan mér bjuggu forfeður mínir í beinan karllegg frá 1844 á Sveinsstöðum og síðustu 20 árin hafa sonur minn og tengdadóttir rekið bú á jörðinni og búa nú með 800 ær og eitthvað af hrossum,“ segir hann.

Magnús Ólafsson.

Magnús segir að meira en 100 árum eftir aftökuna hafi Agnes komið skilaboðum til afa Magnúsar, sem þá bjó á jörðinni, um það hvar bein þeirra Friðriks lægju og bað um að þau yrðu færð í vígða mold. Hann fann ásamt Ólafi, föður Magnúsar, líkamsleifarnar og grófu þeir þær upp – og töluðu aldrei um það síðan. Þau voru jarðsett að nýju í vígðri mold á Tjörn á Vatnsnesi árið 1934.

Magnús hefur kafað ofan í söguna af morðinu á Illugastöðum, ástæður voðaverksins og örlög helstu persóna og leikenda. Sýning hans í Landnámssetrinu, Öxin, Agnes og Friðrik, naut mikilla vinsælda og þá hefur hann í mörg ár farið með hópa, ýmist ríðandi eða gangandi, um sögusviðið og sagt þessa örlagaríku sögu.

Í bókinni greinir Magnús frá tæplega tvö hundruð ára gömlu varnarskjali sem kom í leitirnar í fyrra og hefði getið breytt málalyktum ef yfirvald þess tíma hefði tekið mark á því.

„Enn hriktir í hjörtum og tárin renna þegar sagnamaðurinn Magnús Ólafsson segir harmsögu Agnesar, Friðriks og Natans. Einn mesti atburður Íslandssögunnar fær vængi og enginn má undan líta þegar bóndinn á Sveinsstöðum fær málið eftir andvökur og draumfarir og dauðans grimma hatur,“ segir Guðni Ágústsson um bókina á vef útgefanda. Bókin er 221 síða, prýdd litmyndum, flestar höfundar, af sögustöðum. Útgefandi er Bjartur-Veröld.

Þess má geta að í Þjóðminjasafni er jafnan til sýnis í grunnsýningu höggstokkurinn og axarblaðið sem notað var við aftökuna.

Skylt efni: bókaútgáfa

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...