Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Spilið örlagaríka á Kjördæmamótinu í Stykkishólmi.
Spilið örlagaríka á Kjördæmamótinu í Stykkishólmi.
Líf og starf 20. maí 2024

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin

Höfundur: Björn Þorláksson

Þeir voru ekki margir sem komust í slemmu með spil austur-vestur á Kjördæmamótinu sem kannski sætir furðu þar sem sjö tíglar standa án vandkvæða.

Björn Þorláksson

Spilarar á kjördæmamótum eru þekktir fyrir að melda mikið á spilin sín en flest pör spiluðu 3 grönd eða fimm tígla.

Umsjónarmaður Briddsþáttar Bændablaðsins, sem frá og með deginum í dag er hleypt af stokkunum, var meðal spilara á mótinu sem misstu af slemmunni.

Við mitt borð laumaðist suður til að opna létt á einu hjarta, ég doblaði, norður sagði pass og makker minn í austur stökk í þrjú grönd. Þar dóu sagnir. Við makker vorum sammála í umræðu eftir spilið að hann hefði kannski átt að melda 2 hjörtu en lausnin er ekki auðfundin.

En eitt par meldaði mjög skilvirkt á spilin sín, skáldið Þorsteinn Bergsson úr liði Austurlands og framsóknarmaðurinn Magnús Ásgrímsson.

Þorsteinn var með 4054-skiptinguna og opnaði á einum precision tígli. Makker sagði hjarta, nú laumaði suður inn tveimur spöðum – sennilega ekki til útspils. Þorsteinn meldaði tvö lauf og eftir pass norðurs vissi Magnús af níu spilum eða fleirum í láglitum hjá Steina skáldi og taldi kannski líklegra að spaði kæmi út en hjarta! Hann meldaði 5 grönd sem þýddi: Veldu slemmu, makker minn. Þorsteinn valdi og meldaði sex tígla. Rúsínan í pylsuendanum var að samningurinn var doblaður – plús einn.

Kjördæmamótið er bráðskemmtilegt mót og þekkt fyrir þátttöku bændahöfðingja og skrautlegra liðsmanna úr sveitum landsins. Komu um 150 spilarar af öllu landinu saman og skemmtu sér ýmist með eigin heilafrumum eða tónlist og öðru.

Sveit Norðurlands eystra bar sigur úr býtum undir stjórn Stefáns Vilhjálmssonar fyrirliða.

Stefán Vilhjálmsson, fyrirliði sveitar Norðurlands eystra, með makker, Ragnheiði Haraldsdóttur. Mynd/bþ
Bikarkeppnin fram undan

Eitt skemmtilegasta mót hvers árs hefst bráðlega – bikarkeppni Bridgesambands Íslands.

Í bikarnum er hreinn útsláttur. Sú sveit sem skorar fleiri impa í 40 spilum heldur áfram keppni og fara lokaúrslit fram síðsumars.

Margar skemmtilegar sögur hafa verið sagðar af heimaleikjum sem í góðu briddsári þegar þátttaka er góð fara fram um land allt.

Aðalsteinn Jörgensen heimsmeistari hefur rifjað upp gestrisni og ýmis ævintýri sem hann hefur ratað í þegar hans lið hefur dregist gegn sveitum úti á landi. Stundum detta lítil lið í lukkupottinn þegar þau dragast gegn bestu spilurum landsins og kemur sér þá vel að bridds er fyrst og fremst félagsleg skemmtun.

Horfur eru á að Bændablaðið og Bridgesamband Íslands taki upp samstarf vegna bikarkeppninnar.

Spilarar sem ferðast um landið vegna bikarkeppninnar mættu hafa í huga að senda umsjónarmanni Briddsþáttar Bændablaðsins áhugaverð spil eða myndir af viðureignum eða léttum augnablikum í pósti.

Skylt efni: bridds

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.