Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér má sjá dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.chess.com
Hér má sjá dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.chess.com
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á netinu.

Þær skipta líklega tugum milljóna á ótal vefsíðum. Langoftast eru þær á þá leið að annaðhvort hvítur eða svartur á leik og á að geta mátað í 2–4 leikjum. Stundum er lausnin ekki á þann veg að skákin endi með máti, heldur næst fram liðsvinningar hjá andstæðingnum, sem ætti að leiða til sigurs síðar í skákinni.

Styrkleiki þrautanna er misjafn. Sumar þeirra eru „léttar“ en aðrar teljast í þyngri kantinum og svo eru mjög erfiðar þrautir til, sem jafnvel sterkir skákmenn eiga í erfiðleikum með að leysa. Mjög algengt er að upphafsstaðan í skákþrautum sé á þann veg að sá sem á að vinna skákina (þrautina) er með tapaða stöðu á borðinu og jafnvel þannig að andstæðingurinn eigi mát í einum leik. Mjög algengt er að fórn á manni í fyrsta leik sé rétta lausnin og jafnvel þó svo að það sé drottning. 

Þrautin í dag telst vera í léttari kantinum og dæmigerð þraut þar sem hvítur á leik og mátar í þremur leikjum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Hvítur á leik og vinnur í þriðja leik Hc5 + Ke4
Dxb7+ Kd4 (þvingað)
Dd5 Mát!
(Kóngurinn hefði getað farið á d4 í sínum fyrsta leik en þá átti hvítur mát í tveim leikum)

Hér er annað dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.lichess.org.

Skylt efni: Skák

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...