Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér má sjá dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.chess.com
Hér má sjá dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.chess.com
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á netinu.

Þær skipta líklega tugum milljóna á ótal vefsíðum. Langoftast eru þær á þá leið að annaðhvort hvítur eða svartur á leik og á að geta mátað í 2–4 leikjum. Stundum er lausnin ekki á þann veg að skákin endi með máti, heldur næst fram liðsvinningar hjá andstæðingnum, sem ætti að leiða til sigurs síðar í skákinni.

Styrkleiki þrautanna er misjafn. Sumar þeirra eru „léttar“ en aðrar teljast í þyngri kantinum og svo eru mjög erfiðar þrautir til, sem jafnvel sterkir skákmenn eiga í erfiðleikum með að leysa. Mjög algengt er að upphafsstaðan í skákþrautum sé á þann veg að sá sem á að vinna skákina (þrautina) er með tapaða stöðu á borðinu og jafnvel þannig að andstæðingurinn eigi mát í einum leik. Mjög algengt er að fórn á manni í fyrsta leik sé rétta lausnin og jafnvel þó svo að það sé drottning. 

Þrautin í dag telst vera í léttari kantinum og dæmigerð þraut þar sem hvítur á leik og mátar í þremur leikjum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Hvítur á leik og vinnur í þriðja leik Hc5 + Ke4
Dxb7+ Kd4 (þvingað)
Dd5 Mát!
(Kóngurinn hefði getað farið á d4 í sínum fyrsta leik en þá átti hvítur mát í tveim leikum)

Hér er annað dæmi um vefsíðu sem býður upp á kennslu eða leiki í skák, www.lichess.org.

Skylt efni: Skák

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...