Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 1. júlí 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Höfundur: Gauti Páll Jónsson

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði verið starfandi Taflfélag í Bolungarvík og enn áður einnig á Ísafirði. Hið nýja félag tengir nafn sitt ekki við neina ákveðna byggð, er þess í stað fyrir Vestfirði alla. Höfuðstöðvar þess verða þó á Ísafirði.

Halldór Pálmi Bjarkason er formaður hins nýstofnaða félags en Halldór kom líka við sögu í síðasta pistli um Landsmótið í skólaskák. Félagið fer af stað með krafti, heldur hraðskákmót öll þriðjudagssíðdegi sem hafa verið vel sótt. Stundum mæta fleiri á þriðjudagsmótin fyrir vestan en samnefnd mót í Reykjavík! Flestir þátttakendur eru af yngstu kynslóðinni.

Guðmundur Gíslason er Fide-meistari í skák og sterkasti skákmaður Vestfjarða. Fyrir upphaf þriðjudagsmótanna er hann með létta kennslu fyrir þá sem hafa áhuga á því. Ég man sjálfur eftir því hversu mikill ástríðuskákmaður Guðmundur var (og er enn!) þegar hann keyrði eða flaug milli Ísafjarðar og Reykjavíkur til að tefla á kappskákmótum í Taflfélagi Reykjavíkur. Geri aðrir betur! Einhvern tímann áttum við að tefla kappskák en hann komst ekki vegna slæms veðurs. Ég samþykkti að tefla frestaða skák og Guðmundur þakkaði mér kærlega fyrir að samþykkja það, áður en hann vann mig sannfærandi. Eftir þá skák lærði ég að yfirleitt væri best að drepa til baka í átt að miðborðinu. Þegar ég leik …hxg3 eða aðra svipaða leiki hugsa ég til Guðmundar.

Afmælismót Guðmundar fer fram 12.–13. júlí næstkomandi á Ísafirði. Tefld verður bæði hrað- og atskák og verðlaun í ýmsum flokkum. Nánari upplýsingar um mótið má sjá á skak. is sem er fréttavefur skákhreyfingarinnar á Íslandi.

Skylt efni: Skák

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...