Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rúnar Ísleifsson að tafli í Atlantic City árið 2016.
Rúnar Ísleifsson að tafli í Atlantic City árið 2016.
Líf og starf 23. ágúst 2024

Skákblinda

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Orðið skákblinda er stundum notað þegar maður sér ekki góða leiki hjá andstæðingum sem setur mann í klemmu.

Það getur verið verulega svekkjandi þegar maður fær á sig mjög sterkan leik frá sínum andstæðingi sem maður sá ekki fyrir.

Stundum er leikurinn það góður að maður getur gefið skákina strax. Allir skákmenn hafa fengið svona leiki á sig á ferlinu og er það alltaf jafn svekkjandi þegar maður áttar sig á að oftast var hægt að redda sér út úr þessu hefði maður leikið öðrum leik næst á undan.

Undirritaður tefldi við Rúnar Ísleifsson, skógarvörð á Vöglum í Fnjóskadal árið 2020 í meistaramóti Goðans það ár. Þetta var úrslitaskák um titilinn og því mikið undir. Skákin var í jafnvægi þar til í 24. leik. Þá lék Rúnar góðum leik sem hann hafði undirbúið í leiknum þar á undan, sem undirritaður sá ekki og gerði út um skákina.

Hermann Aðalsteinsson hvítt. Rúnar Ísleifsson svart. Svartur á leik. 24......De2 !!. Báðir hrókar hvíts í uppnámi og ekki hægt að bjarga nema öðrum. Að lenda hrók undir var vonlaust til árangurs og því gaf undirritaður skákina tveim leikjum síðar.

Skylt efni: Skák

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...