Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ómar Olgeirsson, Íslandsmeistari í bridds árið 2025.
Ómar Olgeirsson, Íslandsmeistari í bridds árið 2025.
Líf og starf 18. nóvember 2025

Sex punkta verndardobl

Höfundur: Björn Þorláksson,

Íslandsmót í einmenningi í bridds hefur verið endurvakið, sem er vel. Mótið féll niður nokkur ár en með endurreisninni nú liggur fyrir að mikill áhugi er hjá spilurum að spreyta sig í einmenningi, enda er briddslíf í sókn, ekki síst meðal nýrra spilara.

Vanir og óvanir spiluðu í sátt og samlyndi og reyndist um sérlega skemmtilegt mót að ræða. Í einmenningi eru engir fastir makkerar og eins gott að sýna kurteisi. Allir þátttakendur notuðust við sama sagnkerfi.

Mótið var mjög spennandi fram á síðasta spil en Ómar Olgeirsson skoraði mest og er Íslandsmeistari í bridds árið 2025. Við skulum skoða einn topp sem Ómar náði í mótinu með dyggri aðstoð makkers.

Suður gefur – enginn á hættu

Eftir tvö pöss ákvað Páll Þórsson að hindra í þriðju hendi á þremur laufum. Strangt til tekið vantar Pál sjöunda laufið, hvað varðar hefðbundna 3ja laufa hindrun, en hann er sterkur spilari og hefur oft grætt á að „stilla andstöðunni upp við vegg“ eins og það er stundum kallað í spilinu.

Ómar Íslandsmeistari tók ákveðna áhættu með því að passa. Einhver hefði kannski meldað 3grönd í von um 10 punkta hjá makker eða doblað með það í huga að breyta hjartasögn frá makker í spaða? En Ómar passaði fumlaust og nú lá mikið við hjá vestri að kreista út úr sér úttektardobl, stundum kallað verndardobl í þessari stöðu. Þótt punktarnir séu aðeins sex dró Sveinn Ragnarsson í vestur upp doblmiðann. Ómar sat og 300 kall til Íslandsmeistarans og Sveins. Hreinn toppur.

Infocapital í úrslit

Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvaða sveit mætir Infocapital í úrslitaleik í Úrvalsdeildinni í bridds, en sýnt er frá mótinu undir hatti Rafíþrótta Símans, sem og á Youtube og Twitch. Mótið hefur verið stórskemmtilegt og er mjög skemmtileg viðbót við aðra umfjöllun un bridds, ekki síst nýtast lýsingar Magnúsar Magnússonar og vina hans byrjendum og miðlungsspilurum mjög vel sem kennslutæki.

Skylt efni: bridds

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...