Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Aðalsteinn Jörgensen á heiðurinn af þessari mynd af meðlimum Tímans og vatnsins.
Aðalsteinn Jörgensen á heiðurinn af þessari mynd af meðlimum Tímans og vatnsins.
Líf og starf 6. maí 2025

Sauðir og hafrar á Íslandsmóti

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Briddssveitin sem bar sigur úr býtum í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni, sem fór fram skömmu fyrir páska, ber ljóðrænt nafn og sækir sér innblástur í höfundarverk Steins Steinar.

Briddssveitin nefnist Tíminn og vatnið og hana skipa Jón Ingþórsson, Hlynur Garðarsson, Stefán Jóhannsson, Ómar Olgeirsson, Guðmundur Snorrason og Kjartan Ásmundsson. Sveit Grant Thornton varð í öðru sæti og InfoCapital í þriðja sæti. 12 sveitir komust áfram í úrslit sem verða spiluð síðar. Var mótið allt hið skemmtilegasta og fór vel fram.

Í spili dagsins fór eitt sterkasta kvennapar illa með umsjónarmann Briddsþáttarins, sem gekk hnípinn og stigafár frá bardaganum. Þar munaði miklu um handbragð Hörpu Foldar Ingadóttur sem spilar við Maríu Haraldsdóttur Bender. Harpa virtist sjá yfir holt og hæðir þegar kom að því að landa vonlausum 3 hjörtum dobluðum.

Sagnir verða ekki tíundaðar af tillitssemi við lesendur!

En austur, vesalingurinn ég, spilaði út spaðadrottningu.

Harpa drap og spilaði laufi á gosann sem átti slaginn. Hún spilaði næst smáu hjarta að heiman, sauðurinn á vinstri hönd setti smátt og Harpa lét áttuna! Sem átti slaginn. En ekki var allt búið. Hún spilaði trompdrottningu og laufi aftur heim. Þá tígultíu. Dúkkað. En Harpa rauk upp með ás og 530 í húsi þar sem nú voru níu slagir öruggir. Hellingur af impum. Eitt núll fyrir stelpurnar sem sýndu og sönnuðu hvað aðgreinir sauðina frá höfrunum.

Skylt efni: bridds

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...