Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi. Anne Beathe gróðursetti fjallaþin sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni.
Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi. Anne Beathe gróðursetti fjallaþin sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni.
Mynd / Hjördís Jónsdóttir
Líf og starf 26. október 2023

Samstarfi fagnað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skógræktarfólk og áhugafólk um skógarmenningu frá Íslandi og Noregi kom saman í Heiðmörk á dögunum til að fagna áratuga samstarfi þjóðanna í skógræktarmálum.

Anne Beathe var leyst út með bókinni Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson, sem rekur sögu samskipta Noregs og Íslands.

Skógræktarfélag Reykjavíkur bauð þar ráðherrum landanna tveggja að leggja skógrækt lið með gróðursetningu.

Stuðningur Norðmanna við skógrækt á Íslandi á sér langa sögu. Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi og hafa Norðmenn lagt mikið af mörkum til skógarmenningar á Íslandi, m.a. hafa þeir gróðursett um milljón trjáplöntur hér á landi.

Anne Beathe Tvinnereim, ráðherra alþjóðaþróunarmála og norrænnar samvinnu í ríkisstjórn Noregs, kom til landsins af þessu tilefni og gróðursetti í Heimaási í Heiðmörk fjallaþin, sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra gróðursetti íslenskt birki, Heklu.

Að gróðursetningu lokinni fór fram móttaka í Zimsen-húsinu í Heiðmörk þar sem ráðherrarnir fengu gjöf frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, bókina Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson. Bókin rekur sögu samskipta Norðmanna og Íslendinga með áherslu á skiptiferðir skógræktarfólks frá 1949 til 2000.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson gróðursetti rauðblaða íslenskt birkitré, Heklu, sem er afurð plöntuerfðafræðingsins Þorsteins Tómassonar sem hjá honumstendurásamtAnneBeatheTvinnereim,ráðherraalþjóðaþróunarmála og norrænnar samvinnu í ríkisstjórn Noregs.

Skylt efni: Skógrækt

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...