Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samstæðuspil með eyrnamörkum
Líf og starf 16. nóvember 2022

Samstæðuspil með eyrnamörkum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Herdís Hulda Guðveigardóttir, sauðfjárbóndi á bænum Keldunúpi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur, hefur sett á markað nýtt samstæðuspil með mörkum íslensku sauðkindarinnar.

„Þetta er fyrst og fremst hugsað til gamans en einnig til að hjálpa ungviðinu að læra að þekkja mörkin, bæði í sjón og með heiti,“ segir Herdís. Maður að nafni Helgi Hólm aðstoðaði Herdísi að setja mörkin upp í spilastokk og prenta þau út.

En af hverju eyrnamörk íslensku sauðkindarinnar?

„Það er bara eitthvað svo flott við þau, þótt maður finni alltaf smá til með þessum greyjum á vorin þegar maður er að marka þau, þá er þetta alltaf svo virðulegt. En svo held ég að þetta sé góð leið til að læra eyrnamörkin og þá sérstaklega fyrir yngri hópinn, hægt er að rifja þau upp allan ársins hring. Ég var hálfgerður klaufi við þetta fyrst og er öll að koma til eftir að hafa verið að stússast í þessu,“ segir Herdís.

Viðbrögðin hafa komið Herdísi á óvart. „Ég hef verið að gefa vinum og vandamönnum þessi spil, svo fóru fyrirtæki á svæðinu að hafa áhuga á að selja þau fyrir mig, t.d. Vatnajökulsþjóðgarður og Random á Klaustri. Spilin eru ekkert komin í búðir nema þá hérna á Klaustri og svo er alltaf hægt að kaupa beint af mér,“ segir Herdís, sem telur spilin að sjálfsögðu jólagjöfina í ár.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...