Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samstæðuspil með eyrnamörkum
Líf og starf 16. nóvember 2022

Samstæðuspil með eyrnamörkum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Herdís Hulda Guðveigardóttir, sauðfjárbóndi á bænum Keldunúpi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur, hefur sett á markað nýtt samstæðuspil með mörkum íslensku sauðkindarinnar.

„Þetta er fyrst og fremst hugsað til gamans en einnig til að hjálpa ungviðinu að læra að þekkja mörkin, bæði í sjón og með heiti,“ segir Herdís. Maður að nafni Helgi Hólm aðstoðaði Herdísi að setja mörkin upp í spilastokk og prenta þau út.

En af hverju eyrnamörk íslensku sauðkindarinnar?

„Það er bara eitthvað svo flott við þau, þótt maður finni alltaf smá til með þessum greyjum á vorin þegar maður er að marka þau, þá er þetta alltaf svo virðulegt. En svo held ég að þetta sé góð leið til að læra eyrnamörkin og þá sérstaklega fyrir yngri hópinn, hægt er að rifja þau upp allan ársins hring. Ég var hálfgerður klaufi við þetta fyrst og er öll að koma til eftir að hafa verið að stússast í þessu,“ segir Herdís.

Viðbrögðin hafa komið Herdísi á óvart. „Ég hef verið að gefa vinum og vandamönnum þessi spil, svo fóru fyrirtæki á svæðinu að hafa áhuga á að selja þau fyrir mig, t.d. Vatnajökulsþjóðgarður og Random á Klaustri. Spilin eru ekkert komin í búðir nema þá hérna á Klaustri og svo er alltaf hægt að kaupa beint af mér,“ segir Herdís, sem telur spilin að sjálfsögðu jólagjöfina í ár.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...