Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samstæðuspil með eyrnamörkum
Líf og starf 16. nóvember 2022

Samstæðuspil með eyrnamörkum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Herdís Hulda Guðveigardóttir, sauðfjárbóndi á bænum Keldunúpi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur, hefur sett á markað nýtt samstæðuspil með mörkum íslensku sauðkindarinnar.

„Þetta er fyrst og fremst hugsað til gamans en einnig til að hjálpa ungviðinu að læra að þekkja mörkin, bæði í sjón og með heiti,“ segir Herdís. Maður að nafni Helgi Hólm aðstoðaði Herdísi að setja mörkin upp í spilastokk og prenta þau út.

En af hverju eyrnamörk íslensku sauðkindarinnar?

„Það er bara eitthvað svo flott við þau, þótt maður finni alltaf smá til með þessum greyjum á vorin þegar maður er að marka þau, þá er þetta alltaf svo virðulegt. En svo held ég að þetta sé góð leið til að læra eyrnamörkin og þá sérstaklega fyrir yngri hópinn, hægt er að rifja þau upp allan ársins hring. Ég var hálfgerður klaufi við þetta fyrst og er öll að koma til eftir að hafa verið að stússast í þessu,“ segir Herdís.

Viðbrögðin hafa komið Herdísi á óvart. „Ég hef verið að gefa vinum og vandamönnum þessi spil, svo fóru fyrirtæki á svæðinu að hafa áhuga á að selja þau fyrir mig, t.d. Vatnajökulsþjóðgarður og Random á Klaustri. Spilin eru ekkert komin í búðir nema þá hérna á Klaustri og svo er alltaf hægt að kaupa beint af mér,“ segir Herdís, sem telur spilin að sjálfsögðu jólagjöfina í ár.

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...