Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Saga jarðar og ættar
Líf og starf 14. júlí 2022

Saga jarðar og ættar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bókin, Bustarfell – Saga jarðar og ættar, hefur að geyma tvö handrit sem segja sögu þessa merka höfuðbóls og ættarinnar sem þar hefur búið frá 1532.

Bókin er góður fengur öllum þeim sem láta sig ættfræði, þjóðhætti og sögu íslenska torfbæjarins varða. Jafnframt eru hún gott framlag til héraðs- og menningarsögu Vopnafjarðar. Höfundar handritanna eru séra Einar Jónsson á Hofi og Methúsalem Methúsalemsson, bóndi á Bustarfelli. Rit Einars, Bustarfellsætt (1930), fjallar annars vegar um sögu jarðarinnar fyrir 1532 og hins vegar um ættir Árna Brandssonar og Úlfheiðar Þorsteinsdóttur sem hófu búskap á jörðinni það ár, afkomendur þeirra og ábúendur á jörðinni til aldamótanna 1900. Í riti sínu, Bustarfell (1957), leggur Methúsalem einkum áherslu á sögu ábúenda og búskapar á jörðinni og miðlar þar einstæðum heimildum um gamla torfbæinn. Finnur Ágúst Ingimundarson, fyrrum safnvörður við Minjasafnið á Bustarfelli, bjó handritin til útgáfu og ritar eftirmála þar sem saga Bustarfells er rakin þar sem frásögn Methúsalems sleppir, ágrip af sögu minjasafnsins, auk viðauka sem varða sögu jarðarinnar og ábúendur hennar.

Bustarfell – Saga jarðar og ættar geymir fjölda ljósmynda sem tengjast ábúendum að fornu og nýju, svo og minjasafninu og safnkosti þess. Útgefandi er Minjasafnið á Bustafelli. 

Skylt efni: Bækur

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...