Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Saga jarðar og ættar
Líf og starf 14. júlí 2022

Saga jarðar og ættar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bókin, Bustarfell – Saga jarðar og ættar, hefur að geyma tvö handrit sem segja sögu þessa merka höfuðbóls og ættarinnar sem þar hefur búið frá 1532.

Bókin er góður fengur öllum þeim sem láta sig ættfræði, þjóðhætti og sögu íslenska torfbæjarins varða. Jafnframt eru hún gott framlag til héraðs- og menningarsögu Vopnafjarðar. Höfundar handritanna eru séra Einar Jónsson á Hofi og Methúsalem Methúsalemsson, bóndi á Bustarfelli. Rit Einars, Bustarfellsætt (1930), fjallar annars vegar um sögu jarðarinnar fyrir 1532 og hins vegar um ættir Árna Brandssonar og Úlfheiðar Þorsteinsdóttur sem hófu búskap á jörðinni það ár, afkomendur þeirra og ábúendur á jörðinni til aldamótanna 1900. Í riti sínu, Bustarfell (1957), leggur Methúsalem einkum áherslu á sögu ábúenda og búskapar á jörðinni og miðlar þar einstæðum heimildum um gamla torfbæinn. Finnur Ágúst Ingimundarson, fyrrum safnvörður við Minjasafnið á Bustarfelli, bjó handritin til útgáfu og ritar eftirmála þar sem saga Bustarfells er rakin þar sem frásögn Methúsalems sleppir, ágrip af sögu minjasafnsins, auk viðauka sem varða sögu jarðarinnar og ábúendur hennar.

Bustarfell – Saga jarðar og ættar geymir fjölda ljósmynda sem tengjast ábúendum að fornu og nýju, svo og minjasafninu og safnkosti þess. Útgefandi er Minjasafnið á Bustafelli. 

Skylt efni: Bækur

„Þetta getur varla verið svo flókið“
Líf og starf 27. janúar 2023

„Þetta getur varla verið svo flókið“

„Þetta getur nú ekki verið svo flókið, við hljótum að gera gert þetta.“ Hver hef...

Að eldast með reisn
Líf og starf 26. janúar 2023

Að eldast með reisn

Öll skulum við ganga með sæmd og veita öðrum af visku okkar svo lengi sem við dr...

Sveitarfélög styðja hestamenn
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn...

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“
Líf og starf 24. janúar 2023

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, hl...

Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju ...

Tæknilegur Finni
Líf og starf 23. janúar 2023

Tæknilegur Finni

Bændablaðið fékk að prufa nýjan traktor á dögunum sem Aflvélar flytja inn. Eins ...

„Þetta var bölvaður bastarður “
Líf og starf 19. janúar 2023

„Þetta var bölvaður bastarður “

Sigurður Lyngberg Magnússon verktaki gerði út jarðýtur, valtara og aðrar vinnuvé...

Verðum að temja okkur breytt viðhorf
Líf og starf 18. janúar 2023

Verðum að temja okkur breytt viðhorf

Þórunn Wolfram tók við stöðu framkvæmdastjóra Loftslagsráðs um áramótin en síðus...