Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Þriggja daga Náttúrubarnahátíð fyrir fjölskylduna fer fram öll sumur. Hún einkennist af útivist, fróðleik og skemmtun.
Þriggja daga Náttúrubarnahátíð fyrir fjölskylduna fer fram öll sumur. Hún einkennist af útivist, fróðleik og skemmtun.
Líf og starf 14. nóvember 2022

Safn og menningarmiðstöð

Höfundur: Ester Sigfúsdóttir.

Sauðfjársetur á Ströndum er safn og menningarmiðstöð sem hefur nú verið starfandi í 20 ár. Um er að ræða sjálfseignarstofnun sem starfar í þágu samfélagsins. Höfuðstöðvarnar eru í félags- heimilinu Sævangi, 12 km sunnan við Hólmavík.

Starfsemin hefur gengið vel í sumar og gestafjöldi er í takt við það sem best gerðist fyrir Covid. Flestir koma á stórhátíðir eins og Íslandsmótið í hrútadómum, Náttúrubarnahátíðina og Sviðaveislu að hausti. Safnið var opið daglega frá því seint í maí fram yfir miðjan september, en nú er vetrartími tekinn við og opið eftir samkomulagi og í tengslum við viðburði.

Fjórar sögu- og listsýningar eru uppi á Sauðfjársetrinu hverju sinni. Fastasýningin heitir Sauðfé og sveitafólk á Ströndum og er þar fjallað um búskapinn frá ýmsum sjónarhornum. Förufólk & flakkarar er sýning þar sem sagt er frá förufólki sem flakkaði um Ísland fyrr á öldum. Vorið 2022 var svo sett upp ný sýning sem heitir Hvítabirnir í heimsókn. Þar er fjallað um bjarndýrakomur, en þær eru ævintýralegir viðburðir sem magnaðar sögur eru sagðar um. Í kaffistofunni Kaffi Kind er svo ljósmyndasýning, Svipmyndir úr sveitinni: Úr myndaalbúmi Rósu Jónídu á Kirkjubóli.

Göngustígur liggur frá safninu út í Orrustutanga og við hann er útisýning með sögulegum fróðleik, þjóðsögum og útilistaverkum. Náttúrubarnaskólinn er svo stórmagnað hliðarverkefni við rekstur Sauðfjársetursins. Þar skoða náttúrubörnin seli, fugla, hreiður og blóm, fara í leiki, föndra og mála, búa til fuglahræður, senda flöskuskeyti og sjóða jurtaseyði.

Á hverju sumri er haldin glæsileg þriggja daga Náttúrubarnahátíð fyrir fjölskylduna. Hún einkennist af útivist, fróðleik og skemmtun. Flottir listviðburðir eru á dagskránni, sirkus, leiklist, tónlist, smiðjur og margt fleira.

Á afmælisárinu stóð Sauðfjársetur á Ströndum fyrir námskeiði um gerð minjagripa í samstarfi við Sýslið verkstöð á Hólmavík, til að efla vöruþróun og framleiðslu á svæðistengdum minjagripum. Námskeiðið byggði á fyrirlestrum og vinnustofum og var í senn fróðlegt, skemmtilegt og vel sótt. Fram undan er annað námskeið fyrir Strandafólk og nærsveitunga. Þar er fjallað um ritun endurminninga og hvar hægt sé að finna heimildir um fjölskyldusögu. Um það sjá þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson.

Nú í haust var Félagi eldri borgara í Strandasýslu boðið í kaffihlaðborð og var það vel sótt. Eldra Strandafólk hefur alltaf staðið þétt á bak við starfsemina og safnastarfið. Þessi velvilji skiptir miklu máli og gaman að þakka fyrir sig.

Á afmælisárinu startaði Sauðfjársetrið einnig hlaðvarpinu Sveitasíminn. Í fyrstu seríu eru sex þættir, aðgengilegir á vefsíðunni saudfjarsetur.is. Á síðustu árum hefur setrið einnig gefið út bækur og núna fyrir jólin kemur út ný bók: Myndir og minningar af Ströndum. Þar hafa yfir fjörutíu einstaklingar skrifað pistil og valið ljósmynd frá liðinni öld til að birta með.

Vonast er til að bókin komi úr prentun um mánaðamótin nóvember- desember.

Skylt efni: söfnin í landinu

Einstök sundlaug
Líf og starf 2. júní 2023

Einstök sundlaug

Í sumar verður 100 ára afmæli Seljavallalaugarinnar fagnað. Aðdragandi að byggin...

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...