Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Reykjavík Open er stærsta mót ársins
Líf og starf 17. febrúar 2025

Reykjavík Open er stærsta mót ársins

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Ég skrifaði um daginn að janúarmánuður væri mikill skákmánuður á Íslandi.

Mars og apríl eru líka mánuðir stórra skákmóta og stundum ferbrúar. Íslandsmót skákfélaga fer venjulega fram í mars og svo stærsta árlega skákmótið sem haldið er á landinu, Reykjavík Open, fer fram að þessu sinni 9.–16. apríl í Hörpu.

Reykjavík Open hefur verið haldið samfleytt áratugum saman og hefur öðlast ríkan sess meðal skákmanna, innlendra sem erlendra, og er líklega á topp 20 listanum yfir stærstu mót Evrópu, sem haldin eru árlega. Síðustu þrjú árin hafa keppendur verið rúmlega 400 og setja hefur þurft takmörkun á fjölda þeirra sem vilja vera með og miðað við 400. Plássið leyfir ekki meira. Þegar þetta er ritað eru 250 keppendur skráðir til leiks frá 35 þjóðlöndum tveimur mánuðum áður en mótið hefst. Mótið er opið öllum áhugasömum en ljóst er að þeir sem hyggja á þátttöku þurfa að ákveða sig í tíma svo þeir missi ekki af og þurfi að bíða fram á næsta ár.

Undirritaður hefur aldrei tekið þátt í Reykjavík Open, en stefnan er sett á að gera það í framtíðinni. Mótið stendur yfir í rúma viku og því ekki alveg einfalt að taka þátt í svo löngu móti.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Skákþraut dagsins er í þyngri kantinum og hún snýst um að finna rétta leikinn fyrir svartan sem þvingar hvítan til uppgjafar strax. Svartur á leik

Df2 ! er leikurinn. Ef hvítur drepur drottninguna þá á svartur Hd1 skák sem endar með máti á f1. Ef hvítur valdar hrókinn með Be3 þá á svartur mát á g2. Og ef hvítur leikur hrók á g1, þá á svartur Hd1 sem endar alltaf með máti fyrir rest.

Skylt efni: Skák

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...