Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Réttað í endurnýjuðum en 60 ára gömlum Tungnaréttum
Mynd / Ruth Örnólfs
Líf og starf 28. september 2015

Réttað í endurnýjuðum en 60 ára gömlum Tungnaréttum

Höfundur: Ruth Örnólfs
Réttað var í Tungnaréttum í Biskupstungum þann 12. september sl. Þá voru liðin 60 ár síðan réttirnar voru teknar í notkun eftir breytt staðarval árið 1955. 
 
Að venju var mikið fjör og margt um manninn þegar féð var rekið í réttina um fyrri helgi. Fjallkóngurinn var kona að nafni Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir frá Bræðratungu. Ekki var síður handagangur í öskjunni þegar dregið var í dilka og ekki var laust við að einn og einn dreypti á söngvatni. 
 
Frá gamalli tíð stóðu Tungnaréttir á bakka Tungufljóts í landi Holtakota, rétt ofan við Koðralæk. Þær voru hlaðnar úr hraungrjóti eins og algengast var á þeim tíma. Árið 1955 var ráðist í að endurnýja réttirnar og þá voru þær færðar niður með fljótinu og reistar við fossinn Faxa eða á þeim stað þar sem þær eru núna. 
Í febrúar 2012 stofnuðu heimamenn í Biskupstungum félagið Vini Tungnarétta gagngert til að endurbyggja réttirnar í uppruna­legri mynd. Stofnfélagar voru um 100 talsins. Á stofnfundinum kom strax í ljós að mikill áhugi var fyrir verkefninu og fjöldi stofnfélaga fór fram úr björtustu vonum. 
 
Þann 14. september 2013 var fyrst réttað í nýjum Tungnaréttum í Biskupstungum og dregið í dilka sem eru 25 talsins. Hver þeirra tekur um 400 fjár og samtals rúmast því um tíu þúsund fjár í dilkum réttarinnar. Formleg vígsla réttarinnar fór svo fram laugardaginn 21. júní 2014 með borðaklippingu Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra og  Helga Kjartanssonar, þá  nýkjörins oddvita Bláskógabyggðar. Var þetta hans fyrsta embættisverk.
 
Það var Ruth Örnólfs sem var fulltrúi Bændablaðsins í Tungnaréttum að þessu sinni og tók hún meðfylgjandi myndir. 

5 myndir:

Skylt efni: fjárréttir | Tungnaréttir

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.