Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Rafbók um landbúnað
Líf og starf 30. nóvember 2022

Rafbók um landbúnað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á dögunum var gefin út rafbókin Landbúnaður liðinna tíma – búnaðarþættir úr Þingeyrarhreppi eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri.

Bókin geymir nokkra þætti þar sem gerð er grein fyrir búskap í hreppnum á ýmsum tímum allt frá dögum Gísla Súrssonar í Haukadal til tuttugustu aldar búskapar með sögu Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps. Kafli er í bókinni um merkan búskap þorpsbúa á Þingeyri en kirkjustaðurinn Sandar og land hans varð búskaparland þeirra á fjórða áratug síðustu aldar. Þá er sagt frá gróðurrækt og búfjárrækt í sveitinni og ráðið í eldri búhætti með hliðsjón af örnefnum og minjum. Margar þeirra hefur höfundur kannað en hann er fæddur og uppalinn í sveitinni, á Kirkjubóli. Bókin er 152 bls. og hana prýða margar ljósmyndir og teikningar. Bókina má finna HÉR og þar má lesa hana án endurgjalds.

Skylt efni: bókaútgáfa | rafbók

„Þetta getur varla verið svo flókið“
Líf og starf 27. janúar 2023

„Þetta getur varla verið svo flókið“

„Þetta getur nú ekki verið svo flókið, við hljótum að gera gert þetta.“ Hver hef...

Að eldast með reisn
Líf og starf 26. janúar 2023

Að eldast með reisn

Öll skulum við ganga með sæmd og veita öðrum af visku okkar svo lengi sem við dr...

Sveitarfélög styðja hestamenn
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn...

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“
Líf og starf 24. janúar 2023

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, hl...

Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju ...

Tæknilegur Finni
Líf og starf 23. janúar 2023

Tæknilegur Finni

Bændablaðið fékk að prufa nýjan traktor á dögunum sem Aflvélar flytja inn. Eins ...

„Þetta var bölvaður bastarður “
Líf og starf 19. janúar 2023

„Þetta var bölvaður bastarður “

Sigurður Lyngberg Magnússon verktaki gerði út jarðýtur, valtara og aðrar vinnuvé...

Verðum að temja okkur breytt viðhorf
Líf og starf 18. janúar 2023

Verðum að temja okkur breytt viðhorf

Þórunn Wolfram tók við stöðu framkvæmdastjóra Loftslagsráðs um áramótin en síðus...