Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ofbeit vandamál sem þarf að leysa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Budbaatar Ulambayar er landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu og starfar við rannsóknir og ráðgjöf hjá frjálsum félagasamtökum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu beitilanda í Mongólíu.

„Starf mitt snýst að stórum hluta um jarðvegsvernd og beitarstjórnun. Ofbeit er mikil í landinu og henni fylgir iðulega gróður- og jarðvegseyðing. Þegar kemur að ofbeit eru það hross og geitur sem eru okkar helsta vandamál þar sem fjöldi þeirra hefur aukist mikið frá 1990 og að mínu mati verður að fækka í þessum stofnum ef ná á tökum á ofbeitinni. Loftslagsbreytingar eru einnig farnar að segja til sín í Mongólíu og land er farið að blása upp vegna þurrka.“

Frjálsu félagasamtökin sem Ulambayar vinnur hjá nefnast Green Gold Pasture Ecosystem Management Programme og þau vinna að rannsóknum á ástandi beitilanda og bættri beitarstjórnun með það að markmiði að koma í veg fyrir hnignun beitilanda og viðhalda gæðum landsins. Þetta gera þau m.a. með því að vinna með hirðingjum sem nýta landið og með því að aðstoða við að samþætta starf stofnana í Mongólíu sem hafa með skipulag, nýtingu og lagaumgjörð beitilanda að gera. „Green Gold Pasture-verkefnið er fjármagnað af þróunarsamvinnustofnun Sviss og tengist svipuðum verkefnum sem unnin eru í nokkrum löndum í Asíu.“

Ulambayar segist vonast til að með námi sínu hér á landi öðlist hann meiri þekkingu á beitarstjórnun og verndun vistkerfa almennt. „Eftir að ég kem aftur heim vonast ég til að geta unnið að verkefni sem felst í að kortleggja beitilönd og meta ástand þeirra og í kjölfar þess veita ráðleggingar um hversu mikil beitin má vera og þannig draga úr hættu á ofbeit. Kortlagning svæðanna er þegar hafin og hluti af verkefni mínu hér er að vinna úr þeim gögnum sem þegar eru fyrirliggjandi.“

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.