Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Dommaraju Gukesh og er frá Indlandi.

Hann er átjándi heimsmeistarinn í skák frá upphafi og er á sínu átjánda aldursári. Gukesh lagði fráfarandi heimsmeistara, Ding Liren frá Kína, að velli 7,5 - 6,5 með sigri í síðustu skákinni.

Fyrir fram höfðu flestir spáð Gukesh nokkuð öruggum sigri gegn Ding þar sem sá síðarnefndi hafði ekki sýnt góða frammistöðu við skákborðið að undanförnu og raunar mjög slaka miðað við að hann væri sitjandi heimsmeistari. Því kom það öllum á óvart þegar Ding vann fyrstu einvígisskákina í nóvember, þegar einvígið hófst. Eftir það jafnaðist taflið og Gukesh landaði titlinum fyrir rest.

Skákstigalega séð er Gukesh númer 5 í heiminum og Ding númer 22. Magnus Carlsen er enn þá kóngurinn, enda langstigahæsti skákmaður heims og líklegt að hann verði það eitthvað áfram.

Þess má geta að sá sem þetta skrifar er númer 91.699 á heimslistanum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Hvítur á leik og mátar í tveim leikjum. Þrautin í dag er í léttari kantinum. Hvítur á leik og þarf að passa sig á að gera svartan ekki patt.
Ke2 !!!...og svartur á bara einn leik.
Kg1
Df2 mát !

Skylt efni: Skák

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...