Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Dommaraju Gukesh og er frá Indlandi.

Hann er átjándi heimsmeistarinn í skák frá upphafi og er á sínu átjánda aldursári. Gukesh lagði fráfarandi heimsmeistara, Ding Liren frá Kína, að velli 7,5 - 6,5 með sigri í síðustu skákinni.

Fyrir fram höfðu flestir spáð Gukesh nokkuð öruggum sigri gegn Ding þar sem sá síðarnefndi hafði ekki sýnt góða frammistöðu við skákborðið að undanförnu og raunar mjög slaka miðað við að hann væri sitjandi heimsmeistari. Því kom það öllum á óvart þegar Ding vann fyrstu einvígisskákina í nóvember, þegar einvígið hófst. Eftir það jafnaðist taflið og Gukesh landaði titlinum fyrir rest.

Skákstigalega séð er Gukesh númer 5 í heiminum og Ding númer 22. Magnus Carlsen er enn þá kóngurinn, enda langstigahæsti skákmaður heims og líklegt að hann verði það eitthvað áfram.

Þess má geta að sá sem þetta skrifar er númer 91.699 á heimslistanum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Hvítur á leik og mátar í tveim leikjum. Þrautin í dag er í léttari kantinum. Hvítur á leik og þarf að passa sig á að gera svartan ekki patt.
Ke2 !!!...og svartur á bara einn leik.
Kg1
Df2 mát !

Skylt efni: Skák

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...