Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Mynd / Helga María Jóhannsdóttir
Líf og starf 1. júlí 2022

Mest flutt út til Þýskalands og Japan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mest af þeim dúni sem safnað er og unninn hér á landi er flutt út. Árið 2021 voru alls flutt út 3.839 kíló af dúni fyrir 637.931.570 krónur, eða að meðaltali 166.171 krónur fyrir kílóið.

Verð á dúni er sveiflukennt. Árið 2013 voru útflutningstekjur af honum tæpar 600 milljónir króna og salan góð næstu ár þar á eftir en síðan dróst salan saman og verðið lækkaði. Eftirspurn jókst aftur á síðasta ári og verð hefur verið að hækka og horfur á sölu góðar árið 2022, samkvæmt heimildum Bændablaðsins.

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt út 1.166 kíló af hreinsuðum en óþvegnum æðardúni árið 2021 fyrir 205.7440.26 krónur á fob-verði, eða 176.453 krónur að meðaltali kílóið.

Sama ár voru flutt út 2.673 kíló af hreinsuðum og þvegnum dúni fyrir 432.187.542 krónur á fob-verði, eða 161.686 krónur að meðaltali kílóið.

Dúnninn er fluttur til margra landa en Japan og Þýskaland eru langstærstu kaupendurnir og voru flutt um 6,4 tonn af dúni til Þýskalands og tæp 1,4 tonn til Japans árið 2021.

Skylt efni: æðardúnn | æðarfugl

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...