Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Helgi Kjartansson, varaformaður SASS afhenti Magnúsi J. Magnússyni verðlaunin og viðurkenninguna.
Helgi Kjartansson, varaformaður SASS afhenti Magnúsi J. Magnússyni verðlaunin og viðurkenninguna.
Mynd / SASS
Líf og starf 9. febrúar 2022

Menntaverðlaun Suðurlands afhent í fjórtánda sinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Menntaverðlaun Suðurlands 2021 voru afhent í fjórtánda sinn fimmtudaginn 13. janúar síðastliðinn. Alls bárust átta tilnefningar til verðlaunanna.

Magnús J. Magnússon, fyrrverandi skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt til eflingar leiklistarstarfs meðal grunnskólanema.

Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), sem veita verðlaunin á hverju ári. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi, sem um leið er hvatning til frekari dáða.

Verðlaunahafinn 2021 hefur í áratugi stýrt leiklistarkennslu í þeim skólum sem hann hefur starfað við. Ásamt því að vera skólastjóri, stýrði Magnús leikhópnum „Lopa“, sem er nemendaleikhópur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Auk þess hefur hann nýtt leiklistina til að efla samskipti og samskiptahæfni í bekkjum skólans, sem hefur eflt nemendur og styrkt þá í félagsfærni og samskiptum, svo eitthvað sé nefnt af því sem Magnús hefur gert. 

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....