Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ábúendur í Meðalheimi, þau Hörður Bjarnason og Árný Þóra Ágústsdóttir, með viðurkenninguna.
Ábúendur í Meðalheimi, þau Hörður Bjarnason og Árný Þóra Ágústsdóttir, með viðurkenninguna.
Mynd / Svalbarðsstrandarhreppur
Líf og starf 18. mars 2022

Meðalheimur og Hotel Natur fengu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Umhverfisviðurkenn­ingar voru veittar í fyrsta sinn í Svalbarðs­strandar­hreppi nú nýverið. Tvær viður­kenn­ingar voru í boði, fyrir íbúðarhús og fyrir rekstraraðila. Tilnefn­ingar voru alls fimm í flokki umhverfis­viðurkenningar og fjögur íbúðarhús voru tilnefnd.

Meðalheimur hlaut viðurkenningu fyrir íbúðarhús og segir í rökstuðningi umhverfis- og atvinnumálanefndar að mikið hefði verið unnið að lagfæringum á íbúðarhúsi og allt umhverfi sé snyrtilegt og til fyrirmyndar. Að auki voru þessi íbúðarhús tilnefnd; Fossbrekka, Þórisstaðir og Svalbarð.

Hotel Natur hlaut umhverfisviður­kenningu fyrir rekstraraðila og segir í rökstuðningi að unnið hafi verið að metnaði að endurnýtingu og sjáist metnaður rekstraraðila fyrir snyrtilegu umhverfi glöggt. Ljóst sé að staðarhaldarar skipuleggi vel meðferð alls efnis og endurnýti hverja þjöl sem til fellur. Aðrir rekstraraðilar í hreppnum sem hlutu tilnefningu að þessu sinni voru Meðalheimur Vélaverkstæði, Kjarnafæði, Svalbarð og Grænegg. 

Inga Margrét Árnadóttir og Þórir Steinn Stefánsson hjá Hotel Natur glöð með sína umhverfis- viðurkenningu.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...