Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ábúendur í Meðalheimi, þau Hörður Bjarnason og Árný Þóra Ágústsdóttir, með viðurkenninguna.
Ábúendur í Meðalheimi, þau Hörður Bjarnason og Árný Þóra Ágústsdóttir, með viðurkenninguna.
Mynd / Svalbarðsstrandarhreppur
Líf og starf 18. mars 2022

Meðalheimur og Hotel Natur fengu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Umhverfisviðurkenn­ingar voru veittar í fyrsta sinn í Svalbarðs­strandar­hreppi nú nýverið. Tvær viður­kenn­ingar voru í boði, fyrir íbúðarhús og fyrir rekstraraðila. Tilnefn­ingar voru alls fimm í flokki umhverfis­viðurkenningar og fjögur íbúðarhús voru tilnefnd.

Meðalheimur hlaut viðurkenningu fyrir íbúðarhús og segir í rökstuðningi umhverfis- og atvinnumálanefndar að mikið hefði verið unnið að lagfæringum á íbúðarhúsi og allt umhverfi sé snyrtilegt og til fyrirmyndar. Að auki voru þessi íbúðarhús tilnefnd; Fossbrekka, Þórisstaðir og Svalbarð.

Hotel Natur hlaut umhverfisviður­kenningu fyrir rekstraraðila og segir í rökstuðningi að unnið hafi verið að metnaði að endurnýtingu og sjáist metnaður rekstraraðila fyrir snyrtilegu umhverfi glöggt. Ljóst sé að staðarhaldarar skipuleggi vel meðferð alls efnis og endurnýti hverja þjöl sem til fellur. Aðrir rekstraraðilar í hreppnum sem hlutu tilnefningu að þessu sinni voru Meðalheimur Vélaverkstæði, Kjarnafæði, Svalbarð og Grænegg. 

Inga Margrét Árnadóttir og Þórir Steinn Stefánsson hjá Hotel Natur glöð með sína umhverfis- viðurkenningu.

Kjötvinnsla af nýjustu gerð
Líf og starf 31. mars 2023

Kjötvinnsla af nýjustu gerð

Starfsfólki og stjórn Bændasamtaka Íslands var boðið í heimsókn í nýja kjötvinns...

Hagsýnni kaup vandfundin
Líf og starf 31. mars 2023

Hagsýnni kaup vandfundin

Tekinn var til kostanna nýr bíll frá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia, sem er ...

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum
Líf og starf 30. mars 2023

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum

Í gömlu fjósi í Mosfellsbæ hafa nokkrir menn aðstöðu til að sinna uppgerð á göml...

Borg brugghús, brugghúsið í borginni
Líf og starf 27. mars 2023

Borg brugghús, brugghúsið í borginni

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Ísl...

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar...

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...