Margæs
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 19. maí 2023

Margæs

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Margæs er lítil gæs, minnsta gæsin sem sést hérna á Íslandi. Hún vegur ekki nema um 1,5 kg og er því þó nokkuð léttari en t.a.m. heiðagæsin sem vegur um 2,5 kg. Hún er meiri sjófugl en aðrar gæsir og leitar mikið í leirur þar sem hún lifir helst á marhálmi. Þær verpa í heimskautahéruðum í Norðaustur-Kanada en hafa vetrardvöl á Írlandi. Þær verpa því ekki hérna á Íslandi en stoppa hér bæði vor og haust á leið sinni milli varp- og vetrarstöðva. Þetta er langt og erfitt farflug fyrir margæsina sem liggur m.a. í 2.400 m hæð yfir Grænlandsjökul. Hérna á Íslandi safna þær forða sem þarf að duga bæði fyrir þetta 3.000 km farflug og einnig fyrir varpið sem hefst stuttu eftir að þær koma á varpstöðvarnar. Þegar komið er á varpstöðvarnar er enn þá nokkuð kuldalegt og gróður lítið kominn á strik fyrr en í kringum mánaðamótin júní–júlí þegar ungarnir koma úr eggi. Þetta stopp hennar hérna á Íslandi er því afar mikilvægt til að safna forða og getur skipt miklu máli fyrir vöxt stofnsins. Sá stofn margæsarinnar sem leggur leið sína um Ísland er áætlað að sé um 40.000 fuglar á hausti.

Skylt efni: álftir og gæsir | fuglinn

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...