Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Margæs
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 19. maí 2023

Margæs

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Margæs er lítil gæs, minnsta gæsin sem sést hérna á Íslandi. Hún vegur ekki nema um 1,5 kg og er því þó nokkuð léttari en t.a.m. heiðagæsin sem vegur um 2,5 kg. Hún er meiri sjófugl en aðrar gæsir og leitar mikið í leirur þar sem hún lifir helst á marhálmi. Þær verpa í heimskautahéruðum í Norðaustur-Kanada en hafa vetrardvöl á Írlandi. Þær verpa því ekki hérna á Íslandi en stoppa hér bæði vor og haust á leið sinni milli varp- og vetrarstöðva. Þetta er langt og erfitt farflug fyrir margæsina sem liggur m.a. í 2.400 m hæð yfir Grænlandsjökul. Hérna á Íslandi safna þær forða sem þarf að duga bæði fyrir þetta 3.000 km farflug og einnig fyrir varpið sem hefst stuttu eftir að þær koma á varpstöðvarnar. Þegar komið er á varpstöðvarnar er enn þá nokkuð kuldalegt og gróður lítið kominn á strik fyrr en í kringum mánaðamótin júní–júlí þegar ungarnir koma úr eggi. Þetta stopp hennar hérna á Íslandi er því afar mikilvægt til að safna forða og getur skipt miklu máli fyrir vöxt stofnsins. Sá stofn margæsarinnar sem leggur leið sína um Ísland er áætlað að sé um 40.000 fuglar á hausti.

Skylt efni: álftir og gæsir | fuglinn

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.