Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Maja Siska í peysu Kristylopi eftir Helene Magnusson úr Þingborgarlopa og jurtalituðu Huldubandi.
Maja Siska í peysu Kristylopi eftir Helene Magnusson úr Þingborgarlopa og jurtalituðu Huldubandi.
Líf og starf 28. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis mikið. Aragrúi uppskrifta eru búnar til og fólk framleiðir flíkur og nytjahluti úr alls kyns garni og bandi.

Þótt uppskriftir séu gefnar upp fyrir ákveðna bandtegund má oft nota annað band. Maja Siska ásamt Huldu Brynjólfsdóttur og Katrínu Andrésdóttur hafa tekið saman lista yfir prjónaband sem er framleitt á Íslandi eða úr íslenskri ull. „Sumum finnst það einfalt og eðlilegt að finna sambærilegt band eða aðlaga uppskriftina að bandi sem er til, en það eru ekki allir í þeim sporum. Til að geta gert þetta á þægilegan hátt þurfum við að hafa nægar upplýsingar til samanburðar, hvaða efniviður er í bandinu, prjónfesta og prjónastærð, þyngd/lengd og ýmislegt annað sem skiptir máli. Öll umræða í dag hneigist að því að fækka sótsporum og nýta náttúrulegt hráefni úr nærumhverfinu. Stuðla þannig að sjálfbærni og umhverfisvernd,“ segir Maja Siska og bætir við:

„Til að koma til móts við þá sem vilja aðlaga uppskriftir að íslenskri framleiðslu ákvað ég að safna upplýsingum um íslenskt band og skrá þær á aðgengilegan hátt. Þannig verður auðveldara að velja band sem hentar í stað þess bands sem gefið er upp í uppskriftinni. Með þessu viljum við líka hvetja fólk sem notar garn eða band við handverk sitt að velja íslenskt ef þess er kostur, úrvalið er ótrúlega fjölbreytt!“

Skjalið er aðgengilegt til niðurhals og útprentunar á uppspuni.is og thingborg.is. Má deila að vild. 

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur
Líf og starf 15. september 2023

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur

Við rekur á allar fjörur landsins en mestan reka er að finna á norðanverðu Langa...

Austurlamb á undan sinni samtíð
Líf og starf 15. september 2023

Austurlamb á undan sinni samtíð

Árið 2003 sameinuðust tuttugu sauðfjárbændur á Austurlandi um sölu upprunamerkts...