Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Maja Siska í peysu Kristylopi eftir Helene Magnusson úr Þingborgarlopa og jurtalituðu Huldubandi.
Maja Siska í peysu Kristylopi eftir Helene Magnusson úr Þingborgarlopa og jurtalituðu Huldubandi.
Líf og starf 28. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis mikið. Aragrúi uppskrifta eru búnar til og fólk framleiðir flíkur og nytjahluti úr alls kyns garni og bandi.

Þótt uppskriftir séu gefnar upp fyrir ákveðna bandtegund má oft nota annað band. Maja Siska ásamt Huldu Brynjólfsdóttur og Katrínu Andrésdóttur hafa tekið saman lista yfir prjónaband sem er framleitt á Íslandi eða úr íslenskri ull. „Sumum finnst það einfalt og eðlilegt að finna sambærilegt band eða aðlaga uppskriftina að bandi sem er til, en það eru ekki allir í þeim sporum. Til að geta gert þetta á þægilegan hátt þurfum við að hafa nægar upplýsingar til samanburðar, hvaða efniviður er í bandinu, prjónfesta og prjónastærð, þyngd/lengd og ýmislegt annað sem skiptir máli. Öll umræða í dag hneigist að því að fækka sótsporum og nýta náttúrulegt hráefni úr nærumhverfinu. Stuðla þannig að sjálfbærni og umhverfisvernd,“ segir Maja Siska og bætir við:

„Til að koma til móts við þá sem vilja aðlaga uppskriftir að íslenskri framleiðslu ákvað ég að safna upplýsingum um íslenskt band og skrá þær á aðgengilegan hátt. Þannig verður auðveldara að velja band sem hentar í stað þess bands sem gefið er upp í uppskriftinni. Með þessu viljum við líka hvetja fólk sem notar garn eða band við handverk sitt að velja íslenskt ef þess er kostur, úrvalið er ótrúlega fjölbreytt!“

Skjalið er aðgengilegt til niðurhals og útprentunar á uppspuni.is og thingborg.is. Má deila að vild. 

Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa
Líf og starf 31. janúar 2023

Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Orb vinnur að hugbúnaði sem mælir og áætlar kolefn...

Breyttir tímar
Líf og starf 31. janúar 2023

Breyttir tímar

Dagana 12. og 13. janúar var haldin í Hörpu ráðstefnan „Psychedelics as Medicine...

„Þetta getur varla verið svo flókið“
Líf og starf 27. janúar 2023

„Þetta getur varla verið svo flókið“

„Þetta getur nú ekki verið svo flókið, við hljótum að gera gert þetta.“ Hver hef...

Að eldast með reisn
Líf og starf 26. janúar 2023

Að eldast með reisn

Öll skulum við ganga með sæmd og veita öðrum af visku okkar svo lengi sem við dr...

Sveitarfélög styðja hestamenn
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn...

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“
Líf og starf 24. janúar 2023

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, hl...

Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju ...

Tæknilegur Finni
Líf og starf 23. janúar 2023

Tæknilegur Finni

Bændablaðið fékk að prufa nýjan traktor á dögunum sem Aflvélar flytja inn. Eins ...